Fótbolti

Út­skýrði hvað hann á við þegar hann talar um „kanallinn“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur útskýrði muninn á „kanallnum“ og hálfsvæði fyrir Frey, Hjálmari, Gumma og Helenu.
Ólafur útskýrði muninn á „kanallnum“ og hálfsvæði fyrir Frey, Hjálmari, Gumma og Helenu. Vísir/Bára/Skjáskot

Skemmtilegt atvik átti sér stað eftir leikgreiningu Ólafs Kristjánssonar á 3-0 sigri Portúgals á Ungverjalandi í EM í dag. Freyr Alexandersson spurði þá Ólaf hvort hann gæti útskýrt hugtak sem sá síðarnefndi notar óspart án þess þó að ef til vil allir skilji hvað átt er við.

„Ég er með eina spurningu beint úr Breiðholtinu. Óli, getur þú útskýrt hvað kanallinn er?“ spurði Freyr og benti á að fjöldi fólks viti ekkert hvað hann er að tala um.

„Ég veit ekkert hvað þú ert að tala um,“ muldraði Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur, sem var með þeim í settinu að þessu sinni.

„Þú ert líka skemmtikraftur, við fáum borgað fyrir að vera leiðinlegir – að öllu jöfnu,“ svaraði Ólafur um hæl áður en Freyr bað hann um að teikna upp „kanallinn“ þar sem það yrði „besta sjónvarp í heimi.“

Hér að neðan má sjá þetta samtal sem og þegar Ólafur nýtir teikniborðið til að sýna fólki hvað „kanallinn“ er.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.