Erlent

Lík 15 mánaða gamals drengs fannst við strendur Noregs

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Drengurinn fórst ásamt fjölsktldu sinni á Ermarsundi í október í fyrra.
Drengurinn fórst ásamt fjölsktldu sinni á Ermarsundi í október í fyrra. Getty/Andrew Aitchison

Líkamsleifar fimmtán mánaða gamals drengs, sem hvarf á Ermarsundi í fyrra, hafa fundist við strendur Noregs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá norsku lögreglunni. 

Drengurinn, sem hét Artin, fórst ásamt fjórum fjölskyldumeðlimum sínu þegar báturinn sem þau voru um borð í sökk í október síðastliðnum. Fjölskyldan, sem voru Kúrdar frá Íran, var á leiðinni til Bretlands frá Frakklandi þegar hún fórst.

Ættingjar fjölskyldunnar hafa lýst yfir mikilli vanlíðan með það að vita ekki hvað varð um Artin. Líki hans verður flogið aftur til Íran á næstu dögum þar sem hann verður borinn til grafar.

Í yfirlýsingu sem norska lögreglan gaf út í dag segir að lík Artins hafi fundist við Karmoy á nýársdag. Talsverðan tíma tók að rannsaka líkamsleifarnar en eftir að ættingi Artins sendi norsku lögreglunni DNA sýni var hægt að ákvarða að líkamsleifarnar væru hans.

Báturinn sem fjölskyldan var um borð í sökk þann 27. október síðastliðinn. Rasoul Iran-Nejad, 35 ára, Shiva Mohammad Panahi, 35 ára, Anita, níu ára, og Armin, sex ára fórust. Fjölskyldan var frá borginni Sardasht, í vesturhluta Íran, nærri landamærunum að Írak.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×