Sport

Dagskráin í dag: Íslandsmeistaratitillinn norður í fyrsta sinn?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mun Akureyrarliðið fagna að Hlíðarenda í dag?
Mun Akureyrarliðið fagna að Hlíðarenda í dag? Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag þar sem handbolti, fótbolti, körfubolti og golf er á meðal dagskrárefnis.

Stórleikur dagsins fer fram á Hlíðarenda þar sem boðið verður upp á viðhafnarútsendingu frá leik Valskvenna og KA/Þórs í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna í handbolta.

Norðankonur unnu fyrsta leikinn í einvíginu og geta því með sigri í dag tryggt sér fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í sögunni. Leikurinn hefst klukkan 15:45 en útsending hefst 15:10.

Það styttist óðum í Evrópumótið í fótbolta og verður æfingaleikur Englands og Rúmeníu í beinni útsendingu líkt og æfingaleikur Króata og Belga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×