Tónlist

Fallegur flutningur Eydísar og GDRN

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eydís Evensen og GDRN flytja saman lagið Midnight Moon á plötunni Bylur.
Eydís Evensen og GDRN flytja saman lagið Midnight Moon á plötunni Bylur.

Eydís Helena Evensen píanóleikari og tónskáld kemur fram í nýjasta myndbandi KEX Live at Home. Eydís flutti þar lögin af plötu sinni Bylur.

Lögin sem Eydís flutti voru Dagdraumur, Wandering I, Fyrir Mikael, Midnight Moon (ft. GDRN), Brotin og The Northern Sky. Upptökur fóru fram Hljóðriti Studios Hafnarfirði og Einar Egils sá um leikstjórn. Að verkefninu komu einnig Ívar Ívarsson og Guðmundur Kristinn Jónsson. 

Eydís flytur sjálf lögin sín á píanó og söngkonan GDRN syngur með henni í ótrúlega fallegri útgáfu af laginu þeirra Midnight Moon. Friðjón Jónsson leikur á píanó, Viktor Orri Árnason, Vera Panitch og Guðbjartur Hákonarson leika á fiðlu og Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir á selló.

Tónleikana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 

Eydís hefur vakið mikla athygli fyrir sína fyrstu plötu Bylur og í vikunni tilkynnti hún að í október kemur hún fram í Royal Albert Hall. „Draumar geta ræst“ segir Eydís um tónleikana. 


Tengdar fréttir

„Tilfinningin er hreint út sagt alveg mögnuð“

Eldgosið við Fagradalsfjall spilar stórt hlutverk í nýju myndbandi píanóleikarana og tónskáldsins Eydísar Evensen. Lagið Bylur er af samnefndri plötu Eydísar, sem kom út í dag. Platan er gefin út af Sony útgáfufyrirtækinu XXIM Records.

„Ég er svolítið að henda mér í djúpu laugina“

Í gær kynnti tónlistarrisinn Sony um nýtt útgáfumerki á sínum vegum, XXIM Records. Fyrsti listamaðurinn sem útgáfufyrirtækið kynnir er hin íslenska Eydís Helena Evensen, píanóleikari og tónskáld frá Blönduósi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×