Kristófer hitti föður sinn í fyrsta skipti fjórtán ára gamall Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. júní 2021 12:51 Körfubolta- og landsliðsmaðurinn Kristófer Acox er fyrsti viðmælandi Loga Pedro í þáttunum Börn þjóða sem sýndir eru á Stöð 2. Skjáskot „Hann mætir og byrjar að taka í höndina á öllum og ég er síðastur í röðinni. Þarna er maður nýbúinn að hlusta á þjóðsönginn og hann kemur til mín, hikar aðeins og segir svo: Good Luck.“ Þetta segir körfuboltamaðurinn Kristófer Acox þegar hann rifjar upp eftirminnilegt atvik með forseta Íslands á undankeppni EM í körfubolta. Kristófer Acox er íþróttamaður af guðs náð og hefur hann spilað körfubolta víða um heim. Hann er landsliðsstjarna, vesturbæingur og er af íslenskum,færeyskum og afrískum/amerískum uppruna. Kristófer er fyrsti viðmælandi Loga Pedro í nýjum þáttum á Stöð 2 sem kallast Börn þjóða en í þáttunum ræðir Logi við Íslendinga af erlendum uppruna um lífið og tilveruna. Breytti nafninu sínu eftir dvölina í Bandaríkjunum Kristófer var skírður Ólafur Kristófer Ednuson en síðar breytti hann nafninu sínu í Kristófer Acox eftir að hafa dvalið í Bandaríkjunum hjá föður sínum. Kristófer fæddist á Akranesi þar sem faðir hans og móðir kynntust en faðir hans er bandarískur og var á þeim tíma að spila körfubolta á Akranesi. Hann segir foreldra sína hafa verið mjög unga þegar móðir hans varð ófrísk. Samband þeirra feðga var lítið fyrstu árin þar sem faðir Kristófers var fluttur frá Íslandi þegar hann fæðist en hann var að spila körfubolta víðs vegar um heiminn. Hann segir móður sína þó alltaf hafa verið duglega að reyna að halda sambandinu við með símtölum og reglulegum tölvupóstssamskiptum. Hitti föður sinn í fyrsta skipti 14 ára gamall Kristófer lýsir því þegar hann hitti föður sinn í fyrsta skipti fjórtán ára gamall þegar hann fór í körfuboltabúðir til Bandaríkjanna. Á flugvellinum mætti faðir hans með alla stórfjölskylduna og hitti Kristófer þar því föður sinn, systkini og alla ættingja á sömu stundu. Í dag segir Kristófer samband sitt við föður sinn mjög gott og þá vera bestu vini en það hafi ekki alltaf verið svona gott. Hann flytur til föður síns og fjölskyldu hans fimmtán ára gamall og segir hann að það hafi reynt töluvert á. Hann ætlar þá að reyna að byrja að ala mig upp. Hann er mjög þrjóskur og ég líka. Ég bjó hjá honum og hann var þjálfari og við vorum saman allan daginn. Hann segir þá fegða hafa eytt mjög miklum tíma saman þar sem faðir hans var einnig aðstoðarþjálfari í körfuboltanum í skólanum og því hafi nálægðin stundum verið of mikil. „Við vorum svolítið að reyna að vinna upp mörg glötuð ár í einu.“ Hvaða gaur er þetta? Í viðtalinu fara þeir Logi og Kristófer um víðan völl og koma meðal annars inn á eftirminnilegan atburð á milli Kristófers og forseta Íslands sem rataði í fjölmiðla. „Þetta var árið 2016 hann var nýkjörinn forseti,“ segir Kristófer þegar hann minnist þess þegar forsetinn mætir á fyrsta landsleikinn fyrir undankeppni EM í körfubolta. „Hann mætir og byrjar að taka í höndina á öllum og ég er síðastur í röðinni. Þarna er maður nýbúinn að hlusta á þjóðsönginn og hann kemur til mín, hikar aðeins og segir svo: Good Luck.“ Kristófer segir að á þessum tíma hafi hann verið nýkominn heim frá Bandaríkjunum og viðurkennir hann að hafa ekki verið með það á hreinu hver þessi maður var sem óskaði honum góðs gengis á ensku. Hann hafi vitað að það væri nýr forseti á Íslandi en ekki þekkt hann í sjón. Ég var að spyrja strákana í klefanum eftir leik hvaða gaur þetta væri. Þá var þetta forsetinn. „Guðni Th want's to connect with you“ Kristófer segir liðsfélaga sína hafa hlegið að þessu atviki eins og hann sjálfur en honum hafi engu að síður þótt þetta svolítið skrítin upplifun. Hann fer svo inn á Twitter um kvöldið þar sem hann ákveður að deila þessari upplifun sinni. Tístið vakti mikla athygli. Morguninn eftir fór Kristófer beint í flug og komst hann ekki í nettengingu fyrr en síðar þann dag en viðbrögðin við tístinu hans voru vægast sagt sterk. „Svo kveiki ég bara á símanum mínum þá var eins og allt væri að springa. Það vissu þetta allir. Svo sá ég á Messenger: Guðni Th want's to connect with you. Þá var bara ritgerð frá mínum manni.“ Kristófer tekur það fram að hann og forseti Íslands séu hinir mestu mátar í dag og talar hann um að auðvitað geti allir gert mistök. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast klippu úr viðtalinu við Loga en fyrir áhugasama er hægt að nálgast þættina Börn þjóða inn á Stöð 2 plús. Klippa: Börn þjóða - Kristófer Acox Börn þjóða Körfubolti Bíó og sjónvarp Dominos-deild karla Forseti Íslands Tengdar fréttir „Spurningar sem fólk vill spyrja út í en þorir því kannski ekki“ „Þetta er þáttur sem heitir Börn þjóða og er viðtalsþáttur við Íslendinga af erlendum uppruna. Þetta er þáttur sem ég byrjaði að þróa síðasta sumar og þá sendi Guðlaugur Victor [Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu] mér skilaboð og þarna er Black Lives Matters á fullu og skilaboðin voru um að það þyrfti að gera eitthvað með þessa umræðu hérna heim,“ segir Logi Pedro Stefánsson sem fer af stað með nýja þætti á Stöð 2+ í dag. 6. maí 2021 07:00 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Kristófer Acox er íþróttamaður af guðs náð og hefur hann spilað körfubolta víða um heim. Hann er landsliðsstjarna, vesturbæingur og er af íslenskum,færeyskum og afrískum/amerískum uppruna. Kristófer er fyrsti viðmælandi Loga Pedro í nýjum þáttum á Stöð 2 sem kallast Börn þjóða en í þáttunum ræðir Logi við Íslendinga af erlendum uppruna um lífið og tilveruna. Breytti nafninu sínu eftir dvölina í Bandaríkjunum Kristófer var skírður Ólafur Kristófer Ednuson en síðar breytti hann nafninu sínu í Kristófer Acox eftir að hafa dvalið í Bandaríkjunum hjá föður sínum. Kristófer fæddist á Akranesi þar sem faðir hans og móðir kynntust en faðir hans er bandarískur og var á þeim tíma að spila körfubolta á Akranesi. Hann segir foreldra sína hafa verið mjög unga þegar móðir hans varð ófrísk. Samband þeirra feðga var lítið fyrstu árin þar sem faðir Kristófers var fluttur frá Íslandi þegar hann fæðist en hann var að spila körfubolta víðs vegar um heiminn. Hann segir móður sína þó alltaf hafa verið duglega að reyna að halda sambandinu við með símtölum og reglulegum tölvupóstssamskiptum. Hitti föður sinn í fyrsta skipti 14 ára gamall Kristófer lýsir því þegar hann hitti föður sinn í fyrsta skipti fjórtán ára gamall þegar hann fór í körfuboltabúðir til Bandaríkjanna. Á flugvellinum mætti faðir hans með alla stórfjölskylduna og hitti Kristófer þar því föður sinn, systkini og alla ættingja á sömu stundu. Í dag segir Kristófer samband sitt við föður sinn mjög gott og þá vera bestu vini en það hafi ekki alltaf verið svona gott. Hann flytur til föður síns og fjölskyldu hans fimmtán ára gamall og segir hann að það hafi reynt töluvert á. Hann ætlar þá að reyna að byrja að ala mig upp. Hann er mjög þrjóskur og ég líka. Ég bjó hjá honum og hann var þjálfari og við vorum saman allan daginn. Hann segir þá fegða hafa eytt mjög miklum tíma saman þar sem faðir hans var einnig aðstoðarþjálfari í körfuboltanum í skólanum og því hafi nálægðin stundum verið of mikil. „Við vorum svolítið að reyna að vinna upp mörg glötuð ár í einu.“ Hvaða gaur er þetta? Í viðtalinu fara þeir Logi og Kristófer um víðan völl og koma meðal annars inn á eftirminnilegan atburð á milli Kristófers og forseta Íslands sem rataði í fjölmiðla. „Þetta var árið 2016 hann var nýkjörinn forseti,“ segir Kristófer þegar hann minnist þess þegar forsetinn mætir á fyrsta landsleikinn fyrir undankeppni EM í körfubolta. „Hann mætir og byrjar að taka í höndina á öllum og ég er síðastur í röðinni. Þarna er maður nýbúinn að hlusta á þjóðsönginn og hann kemur til mín, hikar aðeins og segir svo: Good Luck.“ Kristófer segir að á þessum tíma hafi hann verið nýkominn heim frá Bandaríkjunum og viðurkennir hann að hafa ekki verið með það á hreinu hver þessi maður var sem óskaði honum góðs gengis á ensku. Hann hafi vitað að það væri nýr forseti á Íslandi en ekki þekkt hann í sjón. Ég var að spyrja strákana í klefanum eftir leik hvaða gaur þetta væri. Þá var þetta forsetinn. „Guðni Th want's to connect with you“ Kristófer segir liðsfélaga sína hafa hlegið að þessu atviki eins og hann sjálfur en honum hafi engu að síður þótt þetta svolítið skrítin upplifun. Hann fer svo inn á Twitter um kvöldið þar sem hann ákveður að deila þessari upplifun sinni. Tístið vakti mikla athygli. Morguninn eftir fór Kristófer beint í flug og komst hann ekki í nettengingu fyrr en síðar þann dag en viðbrögðin við tístinu hans voru vægast sagt sterk. „Svo kveiki ég bara á símanum mínum þá var eins og allt væri að springa. Það vissu þetta allir. Svo sá ég á Messenger: Guðni Th want's to connect with you. Þá var bara ritgerð frá mínum manni.“ Kristófer tekur það fram að hann og forseti Íslands séu hinir mestu mátar í dag og talar hann um að auðvitað geti allir gert mistök. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast klippu úr viðtalinu við Loga en fyrir áhugasama er hægt að nálgast þættina Börn þjóða inn á Stöð 2 plús. Klippa: Börn þjóða - Kristófer Acox
Börn þjóða Körfubolti Bíó og sjónvarp Dominos-deild karla Forseti Íslands Tengdar fréttir „Spurningar sem fólk vill spyrja út í en þorir því kannski ekki“ „Þetta er þáttur sem heitir Börn þjóða og er viðtalsþáttur við Íslendinga af erlendum uppruna. Þetta er þáttur sem ég byrjaði að þróa síðasta sumar og þá sendi Guðlaugur Victor [Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu] mér skilaboð og þarna er Black Lives Matters á fullu og skilaboðin voru um að það þyrfti að gera eitthvað með þessa umræðu hérna heim,“ segir Logi Pedro Stefánsson sem fer af stað með nýja þætti á Stöð 2+ í dag. 6. maí 2021 07:00 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
„Spurningar sem fólk vill spyrja út í en þorir því kannski ekki“ „Þetta er þáttur sem heitir Börn þjóða og er viðtalsþáttur við Íslendinga af erlendum uppruna. Þetta er þáttur sem ég byrjaði að þróa síðasta sumar og þá sendi Guðlaugur Victor [Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu] mér skilaboð og þarna er Black Lives Matters á fullu og skilaboðin voru um að það þyrfti að gera eitthvað með þessa umræðu hérna heim,“ segir Logi Pedro Stefánsson sem fer af stað með nýja þætti á Stöð 2+ í dag. 6. maí 2021 07:00