Fótbolti

Ramos bíður tveggja ára samningur hjá Man. City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramos hefur rakað inn titlum í spænsku höfuðborginni.
Ramos hefur rakað inn titlum í spænsku höfuðborginni. Denis Doyle/Getty Images

Manchester City er tilbúið að bjóða Sergio Ramos tveggja ára samning ákveði spænski varnarmaðurinn að yfirgefa Real Madrid.

Spænski miðvörðurinn, sem hefur skorað yfir hundrað mörk fyrir Real Madrid, rennur út af samningi 30. júní og enn hefur félagið og Ramos komist að samkomulagi.

Eric Garcia, varnarmaður City, er farinn til Barcelona og fjölmiðlar greina einnig frá því að Aymeric Laporte gæti yfirgefið herbúðir ensku meistaranna í sumar.

ESPN segir frá því að Pep Guardiola, stjóri Man. City, dáist af leiðtogahæfileikum Ramos og sé tilbúinn með samning fyrir Ramos yfirgefi hann Real.

Talið er að City myndi bjóða honum tveggja ára samning með möguleika á því þriðja, annað hvort hjá City eða systurfélagi þeirra New York City í MLS-deildinni sem Guðmundur Þórarinsson leikur með.

Real er bara talið reiðubúið að bjóða Ramos eins árs framlengingu en hann sjálfur vill tvö ár. Þeir vilja bara semja til eins árs við leikmenn eldri en þrjátíu ára.

Ramos hefur rakað inn titlum hjá Real. Hann hefur spilað þar síðustu sextán ár og unnið spænsku úrvalsdeildina fimm sinnum, Meistaradeildina fjórum sinnum og HM félagsliða fjórum sinnum meðal annars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×