Bíó og sjónvarp

Frum­sýning Sauma­klúbbsins var stjörnum prýdd

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá vinstri: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Gagga Jónsdóttir, Arndís Egilsdóttir og Snjólaug Lúðvíksdóttir.
Frá vinstri: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Gagga Jónsdóttir, Arndís Egilsdóttir og Snjólaug Lúðvíksdóttir. Geir Gunnarsson

Gamanmyndin Saumaklúbburinn var frumsýnd í gær og var gríðarlega góð mæting á frumsýninguna í Laugarásbíói. 

Þær Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Arndís Egilsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir fara með aðalhlutverk í myndinni. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Gagga Jónsdóttir, sem er líka einn handritshöfunda hennar ásamt Snjólaugu Lúðvíksdóttur.

Myndin fjallar um fimm konur á besta aldri sem skella sér saman í bústað til að hafa það gott og slaka á. Undir huggulegu yfirborðinu leynast þó gamlar syndir sem leysast úr læðingi þegar síst varir. Tökur myndarinnar fóru fram á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu síðasta sumar.

Ágúst Guðmundsson, Jakob Frímann og Arnar Jónsson halda á Göggu Jónsdóttur, leikstjóra Saumaklúbbsins.Geir Gunnarsson
Elma Lísa Gunnarsdóttir ásamt eiginmanni sínum Reyni Lyngdal.Geir Gunnarsson
Kátt á hjalla á frumsýningunni.Geir Gunnarsson
Það var góð mæting í Laugarásbíói.Geir Gunnarsson
Geir Gunnarsson
Saumaklúbburinn var frumsýndur í gær.Geir GunnarssonFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.