Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2021 15:18 Alexander Lúkasjenka og Vladimír Pútín, forsetar Hvíta-Rússlands og Rússlands, á fundi í Moskvu í apríl. EPA/MIKHAIL KLIMENTYEV Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. Áhafnir tveggja evrópskra farþegaþota fengu ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Rússlands í gær og var engin ástæða gefin. Flugáætlanir beggja flugvélarinnar gerðu ráð fyrir því að flogið yrði framhjá Hvíta-Rússlandi og hefur BBC eftir talsmanni Air France, sem gerir út aðra flugvélina, að þeim hafi verið tjáð að neitunin tengdist Hvíta-Rússlandi. Sjá einnig: Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Dímítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í morgun að ákvörðunin væri byggð á því að til stóð að fljúga flugvélunum inn í Rússland á óhefðbundnum leiðum og því fylgdi „tæknileg vandamál“, samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Einhverjum flugvélum sem sniðið hafa hjá Hvíta-Rússlandi hefur verið hleypt inn í lofthelgi Rússlands í dag. Forsvarsmenn ESB tóku áðurnefnda ákvörðun í kjölfar þess að áhöfn þotu RyanAir var þvinguð til að lenda í Minsk um helgina, svo hægt væri að handa blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts, sem hefur komið að skipulagningu umfangsmikilla mótmæla í Hvíta-Rússlandi, og rússneska kærustu hans. Ráðamenn í Evrópu hafa brugðist reiðir við þessu atviki og hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Nema í Rússlandi, þar sem ráðamenn hafa lofað ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, og sagt Hvítrússa hafa farið eftir lögum. Rússlands er helsta bandalagsríki Lúkasjenkas en hann hefur lagt leið sína til Sochi í Rússlandi í dag til að Pútín. Er það í þriðja sinn á árinu sem þeir funda, samkvæmt frétt BBC. Ljóst er að yfirvöld Hvíta-Rússlands munu tapa töluverðum peningum vegna ákvörðunar ESB en von er á fleiri refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi og Lúkasjenka á næstunni. Samkvæmt blaðamanni FT byrjaði fundur Lúkasjenka og Pútíns í dag á umræðu um að þeir gætu farið að synda í Svartahafi. Lukashenko-Putin meeting underway in Sochi. "The weather's great in Sochi! The sea's getting warmer, we can go swimming!" says Putin."Thanks for inviting me to meet on a Friday so we can go and take a dip in the sea, I understood your offer," says Lukashenko. pic.twitter.com/bLMnjHYeRx— max seddon (@maxseddon) May 28, 2021 Hvíta-Rússland Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Atlantshafsbandalagið krafðist þess í dag að hvítrússnesku stjórnarandstæðingarnir sem voru handteknir eftir að flugi þeirra með RyanAir var stýrt af leið og lent í Minsk verði leystir úr haldi. Utanríkisráðherra segir málið með ólíkindum. 26. maí 2021 19:01 Fengu ekki að fljúga inn í lofthelgi Frakklands Flugvél Belavia, flugfélags frá Hvíta-Rússlandi, sem átti að lenda í Barcelona í dag var snúið aftur til Minsk. Það var gert eftir að flugumferðarstjórar í Póllandi tilkynntu flugstjóra flugvélarinnar að hann fengi ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Frakklands. 26. maí 2021 14:58 Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. 26. maí 2021 09:40 „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Sjá meira
Áhafnir tveggja evrópskra farþegaþota fengu ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Rússlands í gær og var engin ástæða gefin. Flugáætlanir beggja flugvélarinnar gerðu ráð fyrir því að flogið yrði framhjá Hvíta-Rússlandi og hefur BBC eftir talsmanni Air France, sem gerir út aðra flugvélina, að þeim hafi verið tjáð að neitunin tengdist Hvíta-Rússlandi. Sjá einnig: Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Dímítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í morgun að ákvörðunin væri byggð á því að til stóð að fljúga flugvélunum inn í Rússland á óhefðbundnum leiðum og því fylgdi „tæknileg vandamál“, samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Einhverjum flugvélum sem sniðið hafa hjá Hvíta-Rússlandi hefur verið hleypt inn í lofthelgi Rússlands í dag. Forsvarsmenn ESB tóku áðurnefnda ákvörðun í kjölfar þess að áhöfn þotu RyanAir var þvinguð til að lenda í Minsk um helgina, svo hægt væri að handa blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts, sem hefur komið að skipulagningu umfangsmikilla mótmæla í Hvíta-Rússlandi, og rússneska kærustu hans. Ráðamenn í Evrópu hafa brugðist reiðir við þessu atviki og hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Nema í Rússlandi, þar sem ráðamenn hafa lofað ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, og sagt Hvítrússa hafa farið eftir lögum. Rússlands er helsta bandalagsríki Lúkasjenkas en hann hefur lagt leið sína til Sochi í Rússlandi í dag til að Pútín. Er það í þriðja sinn á árinu sem þeir funda, samkvæmt frétt BBC. Ljóst er að yfirvöld Hvíta-Rússlands munu tapa töluverðum peningum vegna ákvörðunar ESB en von er á fleiri refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi og Lúkasjenka á næstunni. Samkvæmt blaðamanni FT byrjaði fundur Lúkasjenka og Pútíns í dag á umræðu um að þeir gætu farið að synda í Svartahafi. Lukashenko-Putin meeting underway in Sochi. "The weather's great in Sochi! The sea's getting warmer, we can go swimming!" says Putin."Thanks for inviting me to meet on a Friday so we can go and take a dip in the sea, I understood your offer," says Lukashenko. pic.twitter.com/bLMnjHYeRx— max seddon (@maxseddon) May 28, 2021
Hvíta-Rússland Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Atlantshafsbandalagið krafðist þess í dag að hvítrússnesku stjórnarandstæðingarnir sem voru handteknir eftir að flugi þeirra með RyanAir var stýrt af leið og lent í Minsk verði leystir úr haldi. Utanríkisráðherra segir málið með ólíkindum. 26. maí 2021 19:01 Fengu ekki að fljúga inn í lofthelgi Frakklands Flugvél Belavia, flugfélags frá Hvíta-Rússlandi, sem átti að lenda í Barcelona í dag var snúið aftur til Minsk. Það var gert eftir að flugumferðarstjórar í Póllandi tilkynntu flugstjóra flugvélarinnar að hann fengi ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Frakklands. 26. maí 2021 14:58 Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. 26. maí 2021 09:40 „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Sjá meira
Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Atlantshafsbandalagið krafðist þess í dag að hvítrússnesku stjórnarandstæðingarnir sem voru handteknir eftir að flugi þeirra með RyanAir var stýrt af leið og lent í Minsk verði leystir úr haldi. Utanríkisráðherra segir málið með ólíkindum. 26. maí 2021 19:01
Fengu ekki að fljúga inn í lofthelgi Frakklands Flugvél Belavia, flugfélags frá Hvíta-Rússlandi, sem átti að lenda í Barcelona í dag var snúið aftur til Minsk. Það var gert eftir að flugumferðarstjórar í Póllandi tilkynntu flugstjóra flugvélarinnar að hann fengi ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Frakklands. 26. maí 2021 14:58
Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. 26. maí 2021 09:40
„Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð