Tíska og hönnun

Fólk tilbúið að ræða hluti sem voru ómögulegir fyrir Covid

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Magga Dóra og Hörður við Hlín Helgu í hlaðvarpinu DesignTalks talks.
Magga Dóra og Hörður við Hlín Helgu í hlaðvarpinu DesignTalks talks. HönnunarMars

Hörður Lárusson grafískur hönnuður, stofnandi og eigandi hönnunarstofunnar Kolofon og Magga Dóra, stafrænn hönnunarleiðtogi, stofnandi og eigandi Mennsk ráðgjöf ræddu við Hlín Helgu Guðlaugsdóttur hönnuð í hlaðvarpinu DesignTalks talks.

Í þættinum töluðu þau meðal annars um hönnun í óvæntu samhengi, samstarf á stórum skala, stafrænar umbreytingar, framtíðaráskoranir - og auðmýkt. Magga Dóra segir að fyrirtæki og stjórnendur séu nú eftir heimsfaraldurinn tilbúnari til þess að láta af gömlum háttum og skoða hvernig hægt er að gera hlutina öðruvísi hvað varðar tækni.

„Ég tengi það við Covid, að núna er fólk farið að vinna allt öðruvísi en það gerði fyrir 18 mánuðum síðan og það hefur svona áttað sig á því að það er hægt að vinna öðruvísi og þá kemst svolítil hreyfing á hlutina. Það er tilbúið að ræða hluti sem það fannst kannski ómögulegt fyrir þetta tímabil.“

Hörður tekur heils hugar undir þetta.

„Maður hefur heyrt þetta bæði í gegnum verkefni og sögur frá fólki sem maður þekkir. Hlutir sem voru búnir að malla í fjögur, fimm, sex ár og svo tók allt í einu tvær vikur að klára þetta af því að það var þörf. Annars hefði viðkomandi stofnun kannski bara stoppað. Ég er alveg sammála að þetta var sársaukaraminna en ég hélt og það var alveg opnara fyrir ýmsu.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður og stjórnandi DesignTalks hefur umsjón með hlaðvarpinu, sem er framleitt af Studio HönnunarMars og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Tæknimaður er Þorbjörn G. Kolbrúnarson og Halldór Eldjárn samdi stefið..


Tengdar fréttir

Mikill auður fólginn í því að samtvinna þekkingu í hönnun

„Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt í allri hönnunarvinnu og bara vinnu yfir höfuð, að vera með samstarf og að hafa sem breiðastan hóp af fólki,“ segir vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir. Hún tekur meðal annars þátt í þriggja hönnuða mygluprentaraverkefni á HönnunarMars í ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.