Lífið

Kelly Clarkson tekur við af Ellen

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kelly Clarkson fær spjallþátt á sama tíma og Ellen. 
Kelly Clarkson fær spjallþátt á sama tíma og Ellen.  Vísir/getty

Söngkonan Kelly Clarkson mun taka við spjallþætti Ellen. Ellen DeGeneres ákvað á dögunum að segja skilið við skjáinn.

Ellen hefur haldið úti einum vinsælasta spjallþætti Bandaríkjanna um áratugaskeið. Nú stendur yfir nítjánda sería þáttanna The Ellen DeGeneres Show og verður hún sú síðasta.

Ellen fékk mjög neikvæða umfjöllun um karakter sinn á síðasta ári og stigu fjölmargir fyrrum samstarfsmenn fram og sökuðu hana um eineltistilburði og sögðu að andrúmsloftið í kringum þættina væri ekki gott.

Clarkson mun byrja með sinn eigin spjallþátt á sama tíma og Ellen og á sömu sjónvarpsstöð en söngkona hefur verið með spjallþátt undanfarið ár, en á annarri stöð.

Kelly Clarkson vakti fyrst athygli þegar hún vann fyrstu þáttaröðina af raunveruleikaþáttunum American Idol árið 2002.

Meira en þrjú þúsund þættir af Ellen DeGeneres Show hafa farið í loftið og hefur hún tekið viðtöl við meira en 2.400 stjörnur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.