Í höndum Kolbeins hvort hann sitji út kjörtímabilið Sylvía Hall skrifar 16. maí 2021 23:26 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/einar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir þingflokkinn ekki hafa boðvald yfir sínum þingmönnum um hvað þeir gera. Mál sem varðaði hegðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna, var tilkynnt til fagráðs flokksins en þingflokkurinn hafði ekki vitneskju um það fyrr en hann sjálfur greindi frá því. Kolbeinn dró framboð sitt í forvali flokksins til baka í kjölfarið. Kolbeinn dró framboð sitt í forvali flokksins til baka í kjölfarið. „Ég tel að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá honum að draga sitt framboð til baka og láta staðar numið að þessu sinni. Það hvort hann klári þessar fimm vikur sem eftir eru af þingi, það er í hans höndum,“ sagði Bjarkey í Víglínunni í dag þar sem hún ræddi málið sem og nýja MeToo-bylgju ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformanni Viðreisnar. Málinu lauk hjá fagráðinu án þess að ástæða var talin til að aðhafast frekar í því. Málið var ekki tilkynnt til lögreglu þar sem fagráðið mat það sem svo að það væri ekki þess eðlis og taldist ekki refsivert athæfi. Erindið hafi snúið að „ámælisverðri hegðun“ þingmannsins. Bjarkey segir slík mál alltaf bundin trúnaði og skoðuð frá báðum hliðum. Nú sé málinu lokið og það komi þingflokknum sjálfum ekkert við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna sagðist ekki gera kröfu um að Kolbeinn segði af sér. „Kostir og gallar við öll kerfi“ Bjarkey ræddi einnig prófkjör Vinstri grænna sem hafa farið fram undanfarið, þar sem nýliðar hafa náð góðum árangri. Sjálf gaf hún kost á sér í oddvitasæti í Norðausturkjördæmi, sem hingað til hefur verið Steingríms J. Sigfússonar, en laut í lægra haldi fyrir Óla Halldórssyni, forstöðumanni Þekkingarseturs Þingeyinga. Þrátt fyrir að niðurstaðan hafi komið henni á óvart bendir Bjarkey á að margir þeir sem hafa tryggt sér oddvitasæti séu ekki nýliðar í pólitík. „Það má segja að það hafi verið ákveðinn skellur fyrir sitjandi þingflokksformann að ná ekki kjöri. Þetta er ekki alveg óreynt fólk sem er að koma inn, bæði oddviti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, Óli Halldórsson, er sveitarstjórnarmaður og varaþingmaður og hefur komið inn á þing. Sama má segja um Bjarna Jónsson, hann er líka sveitarstjórnarmaður og varaþingmaður og hefur komið inn svo menn eru ekki alveg blautir á bak við eyrun í sjálfu sér og þekkja aðeins til þingstarfanna,“ segir Bjarkey, en bætir þó við að Hólmfríður Árnadóttir, sem varð efst í prófkjörinu í Suðurkjördæmi, sé ný. Að mati Bjarkeyjar er ljóst að gríðarleg smölun hafi átt sér stað. Það sé þó hluti af því að taka þátt í prófkjöri til þess að draga inn nýtt fólk, en setur þó spurningarmerki við hvort það sé alltaf vænlegur kostur fyrir hagsmuni flokksins. Blönduð leið geti verið lýðræðisleg „Svo er þetta alltaf spurning um hvort það séu einhver mörk þar; getum við stýrt því að einhverju leyti, þarf það að gerast með lengri tíma? Þarf það að snúast um hvort þú sért skuldlaus félagi? Það hefur verið ýmsu verið velt upp í þessu samhengi, hvort þú getir gengið í hreyfinguna tíu dögum fyrr. Það var dálítið um það hjá okkur, alveg fram á síðasta dag veit ég. Svo eru líka kostir og gallar við uppstillingar, þar segir fólk að það komist jafnvel ekki nýir að ef það er að losna oddvitasæti eða eitthvað slíkt.“ Hún segist persónulega vilja sjá einhvers konar millibilslausn þar sem prófkjöri og uppstillingu yrði blandað saman. Slíkt geti vel verið lýðræðislegt en hætta sé á að með prófkjöri sé verið að koma fólki að á lista sem sé ekki í samræmi við hagsmuni flokksins. „Það er ekkert endilega lýðræðislegt að fólk sem er flokksbundið í öðrum flokkum gangi yfir í annan flokk – hvort sem það er Viðreisn eða VG eða Sjálfstæðisflokkurinn til þess að hafa beinlínis áhrif. Það getur vel verið að það sé ekki einu sinni að undirlagi þess sem í framboði er, það getur hreinlega verið til þess að koma einhverjum að sem er ekki æskilegur fyrir þann flokk.“ MeToo Vinstri græn Víglínan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tilkynntu mál Kolbeins ekki til lögreglu Mál sem tilkynnt var til fagráðs Vinstri grænna vegna hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé þingmanns var ekki tilkynnt til lögreglu. Fagráðið mat það svo að málið væri ekki þess eðlis. 12. maí 2021 14:57 Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. 12. maí 2021 11:11 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Kolbeinn dró framboð sitt í forvali flokksins til baka í kjölfarið. „Ég tel að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá honum að draga sitt framboð til baka og láta staðar numið að þessu sinni. Það hvort hann klári þessar fimm vikur sem eftir eru af þingi, það er í hans höndum,“ sagði Bjarkey í Víglínunni í dag þar sem hún ræddi málið sem og nýja MeToo-bylgju ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformanni Viðreisnar. Málinu lauk hjá fagráðinu án þess að ástæða var talin til að aðhafast frekar í því. Málið var ekki tilkynnt til lögreglu þar sem fagráðið mat það sem svo að það væri ekki þess eðlis og taldist ekki refsivert athæfi. Erindið hafi snúið að „ámælisverðri hegðun“ þingmannsins. Bjarkey segir slík mál alltaf bundin trúnaði og skoðuð frá báðum hliðum. Nú sé málinu lokið og það komi þingflokknum sjálfum ekkert við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna sagðist ekki gera kröfu um að Kolbeinn segði af sér. „Kostir og gallar við öll kerfi“ Bjarkey ræddi einnig prófkjör Vinstri grænna sem hafa farið fram undanfarið, þar sem nýliðar hafa náð góðum árangri. Sjálf gaf hún kost á sér í oddvitasæti í Norðausturkjördæmi, sem hingað til hefur verið Steingríms J. Sigfússonar, en laut í lægra haldi fyrir Óla Halldórssyni, forstöðumanni Þekkingarseturs Þingeyinga. Þrátt fyrir að niðurstaðan hafi komið henni á óvart bendir Bjarkey á að margir þeir sem hafa tryggt sér oddvitasæti séu ekki nýliðar í pólitík. „Það má segja að það hafi verið ákveðinn skellur fyrir sitjandi þingflokksformann að ná ekki kjöri. Þetta er ekki alveg óreynt fólk sem er að koma inn, bæði oddviti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, Óli Halldórsson, er sveitarstjórnarmaður og varaþingmaður og hefur komið inn á þing. Sama má segja um Bjarna Jónsson, hann er líka sveitarstjórnarmaður og varaþingmaður og hefur komið inn svo menn eru ekki alveg blautir á bak við eyrun í sjálfu sér og þekkja aðeins til þingstarfanna,“ segir Bjarkey, en bætir þó við að Hólmfríður Árnadóttir, sem varð efst í prófkjörinu í Suðurkjördæmi, sé ný. Að mati Bjarkeyjar er ljóst að gríðarleg smölun hafi átt sér stað. Það sé þó hluti af því að taka þátt í prófkjöri til þess að draga inn nýtt fólk, en setur þó spurningarmerki við hvort það sé alltaf vænlegur kostur fyrir hagsmuni flokksins. Blönduð leið geti verið lýðræðisleg „Svo er þetta alltaf spurning um hvort það séu einhver mörk þar; getum við stýrt því að einhverju leyti, þarf það að gerast með lengri tíma? Þarf það að snúast um hvort þú sért skuldlaus félagi? Það hefur verið ýmsu verið velt upp í þessu samhengi, hvort þú getir gengið í hreyfinguna tíu dögum fyrr. Það var dálítið um það hjá okkur, alveg fram á síðasta dag veit ég. Svo eru líka kostir og gallar við uppstillingar, þar segir fólk að það komist jafnvel ekki nýir að ef það er að losna oddvitasæti eða eitthvað slíkt.“ Hún segist persónulega vilja sjá einhvers konar millibilslausn þar sem prófkjöri og uppstillingu yrði blandað saman. Slíkt geti vel verið lýðræðislegt en hætta sé á að með prófkjöri sé verið að koma fólki að á lista sem sé ekki í samræmi við hagsmuni flokksins. „Það er ekkert endilega lýðræðislegt að fólk sem er flokksbundið í öðrum flokkum gangi yfir í annan flokk – hvort sem það er Viðreisn eða VG eða Sjálfstæðisflokkurinn til þess að hafa beinlínis áhrif. Það getur vel verið að það sé ekki einu sinni að undirlagi þess sem í framboði er, það getur hreinlega verið til þess að koma einhverjum að sem er ekki æskilegur fyrir þann flokk.“
MeToo Vinstri græn Víglínan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tilkynntu mál Kolbeins ekki til lögreglu Mál sem tilkynnt var til fagráðs Vinstri grænna vegna hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé þingmanns var ekki tilkynnt til lögreglu. Fagráðið mat það svo að málið væri ekki þess eðlis. 12. maí 2021 14:57 Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. 12. maí 2021 11:11 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Tilkynntu mál Kolbeins ekki til lögreglu Mál sem tilkynnt var til fagráðs Vinstri grænna vegna hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé þingmanns var ekki tilkynnt til lögreglu. Fagráðið mat það svo að málið væri ekki þess eðlis. 12. maí 2021 14:57
Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. 12. maí 2021 11:11
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði