Um tvö þúsund af atvinnuleysisskrá í vinnu Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2021 11:37 Framboð á störfum í byggingariðnað, verslun og ferðaþjónustu hefur aukist eftir að stjórnvöld hleyptu átakinu Hefjum störf af stokkunum. Vísir/Vilhelm Um tvö þúsund ráðningasamningar hafa verið gerðir í gegnum Vinnumálastofnun eftir að átak stjórnvalda „Hefjum störf“ var sett á laggirnar. Forstjóri stofnunarinnar segir alger umskipti hafa átt sér stað í atvinnumálum og nú sé meira að gera í að ráða fólk en skrá það á atvinnuleysisskrá. Hinn 22. mars hleyptu stjórnvöld af stokkunum verkefninu „Hefjum störf“ þar sem ríkið greiðir full laun upp að 472.835 krónum og 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóð í sex mánuði ef fyrirtæki eða frjáls félagasamtök ráða fólk í vinnu sem hefur verið atvinnulaust í að minnsta kosti tólf mánuði. Fyrirtæki og félagasamtök þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði til að vera með í átakinu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir augljóst að atvinnulífið sé að glæðast. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun segir mikil umskipti til hins betra hafa átt sér stað undanfarnar vikur varðandi framboð á störfum.Stöð 2/Egill „Og þetta hefur satt að segja gengið vonum framar. Betur en nokkur þorði að vona. Það er ótrúlegt hvað þetta hefur tekið við sér. Hér hafa streymt inn jafn og þétt ný og góð störf,“ segir Unnur. Fyrirtæki hafi skráð og auglýst rúmlega fimm þúsund störf hjá Vinnumálastofnun undanfarnar vikur. Nú þegar hafi margir fengið vinnu. „Já, já. Við erum á fullu í því að ráða fólk. Þetta er nú okkar verkefni í dag. Það er aðallega að reyna að koma fólki í vinnu. Það gengur svoleiðis vonum framar. Við erum full bjartsýni,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunar. Fólk í atvinnuleit geti skráð sig inn á „mínar síður“ hjá Vinnumálastofnun og leitað að starfi við hæfi en stofnunin hafi líka frumkvæði að því að halda störfum að fólki. Best væri ef fólk finndi sjálft starf við sitt hæfi. Þetta séu mikil umskipti frá því fyrir ári. „Þeir fara að nálgast tvö þúsund ráðningarsamingarnir sem eru komnir inn í kerfið. Það getur tekið einhverjar vikur frá því starf kemur inn þangað til búið er að ráða og þess sér stað í okkar bókum,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Flest störf í boði komi frá gistiþjónustu, verslun og vöruflutningum, ýmissri ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Sömu atvinnugreinunum og atvinnuleysi jókst hratt í þegar kórónuveirufaraldurinn komst á skrið. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. 4. maí 2021 12:51 Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Hinn 22. mars hleyptu stjórnvöld af stokkunum verkefninu „Hefjum störf“ þar sem ríkið greiðir full laun upp að 472.835 krónum og 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóð í sex mánuði ef fyrirtæki eða frjáls félagasamtök ráða fólk í vinnu sem hefur verið atvinnulaust í að minnsta kosti tólf mánuði. Fyrirtæki og félagasamtök þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði til að vera með í átakinu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir augljóst að atvinnulífið sé að glæðast. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun segir mikil umskipti til hins betra hafa átt sér stað undanfarnar vikur varðandi framboð á störfum.Stöð 2/Egill „Og þetta hefur satt að segja gengið vonum framar. Betur en nokkur þorði að vona. Það er ótrúlegt hvað þetta hefur tekið við sér. Hér hafa streymt inn jafn og þétt ný og góð störf,“ segir Unnur. Fyrirtæki hafi skráð og auglýst rúmlega fimm þúsund störf hjá Vinnumálastofnun undanfarnar vikur. Nú þegar hafi margir fengið vinnu. „Já, já. Við erum á fullu í því að ráða fólk. Þetta er nú okkar verkefni í dag. Það er aðallega að reyna að koma fólki í vinnu. Það gengur svoleiðis vonum framar. Við erum full bjartsýni,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunar. Fólk í atvinnuleit geti skráð sig inn á „mínar síður“ hjá Vinnumálastofnun og leitað að starfi við hæfi en stofnunin hafi líka frumkvæði að því að halda störfum að fólki. Best væri ef fólk finndi sjálft starf við sitt hæfi. Þetta séu mikil umskipti frá því fyrir ári. „Þeir fara að nálgast tvö þúsund ráðningarsamingarnir sem eru komnir inn í kerfið. Það getur tekið einhverjar vikur frá því starf kemur inn þangað til búið er að ráða og þess sér stað í okkar bókum,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Flest störf í boði komi frá gistiþjónustu, verslun og vöruflutningum, ýmissri ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Sömu atvinnugreinunum og atvinnuleysi jókst hratt í þegar kórónuveirufaraldurinn komst á skrið.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. 4. maí 2021 12:51 Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. 4. maí 2021 12:51
Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31