Systkini kepptu bæði með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu á dögunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2021 16:31 Martin Bjarni og Hildur Maja Guðmundsbörn voru bæði í landsliði Íslands á EM í áhaldafimleikum sem fór fram í Sviss 21. og 22. apríl síðastliðinn. FSÍ Systkinin Martin Bjarni og Hildur Maja Guðmundsbörn þreyttu bæði frumraun sína á Evrópumóti í áhaldafimleikum á dögunum en þau kepptu þá fyrir hönd Íslands á EM í Basel í Sviss. Það er ekki á hverjum degi sem systkini keppa fyrir Ísland á sama Evrópumóti en Fimleikasambandið vekur athygli á þessu á heimasíðu sinni. Martin Bjarni og Hildur Maja keppa bæði fyrir Íþróttafélagið Gerplu en þetta var góð leið fyrir þau til að halda upp fimmtíu ára afmæli félagsins. Martin Bjarni er fjórum árum eldri en Hildur Maja. Systkinin eru frá Selfossi en hafa bæði æft með Íþróttafélaginu Gerplu síðan þau muna eftir sér, Martin Bjarni í heil sextán ár og Hildur Maja í tíu ár. Martin Bjarni endaði í 61. sæti í fjölþraut af 152 keppendum og náði bestum árangri af íslensku strákunum. Hildur Maja náði þriðja besta árangrinum af íslensku stelpunum en hún endaði í 69. sæti af 107 keppendum i fjölþraut. Hildur Maja er í 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi og stefnir á nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands í haust. Martin Bjarni býr í Reykjavík en hann útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurlands í desember og starfar nú hjá Greenfit við mælingar á fólki með það að markmiði að ná betri árangri í þjálfun. Uppáhalds áhöldin hennar Hildur eru gólf og slá en uppáhalds áhöldin hans Martins Bjarna eru svifrá og gólf. Systkinin eru samrýmd í sinni íþrótt og eru dugleg að hvetja og ráðleggja hvort öðru. Martin segir um Hildi að hún sé með mikið keppnisskap, stríðin, dugleg og skemmtileg. Hildur segir um bróður sinn að hann sé metnaðarfullur, skipulagður og mjög góður stóri bróðir. Það má finna meira um þau á heimasíðu fimleikasambandsins eða með því að smella hér. Glæsileg systkini!Posted by Fimleikasamband Íslands on Þriðjudagur, 27. apríl 2021 Fimleikar Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem systkini keppa fyrir Ísland á sama Evrópumóti en Fimleikasambandið vekur athygli á þessu á heimasíðu sinni. Martin Bjarni og Hildur Maja keppa bæði fyrir Íþróttafélagið Gerplu en þetta var góð leið fyrir þau til að halda upp fimmtíu ára afmæli félagsins. Martin Bjarni er fjórum árum eldri en Hildur Maja. Systkinin eru frá Selfossi en hafa bæði æft með Íþróttafélaginu Gerplu síðan þau muna eftir sér, Martin Bjarni í heil sextán ár og Hildur Maja í tíu ár. Martin Bjarni endaði í 61. sæti í fjölþraut af 152 keppendum og náði bestum árangri af íslensku strákunum. Hildur Maja náði þriðja besta árangrinum af íslensku stelpunum en hún endaði í 69. sæti af 107 keppendum i fjölþraut. Hildur Maja er í 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi og stefnir á nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands í haust. Martin Bjarni býr í Reykjavík en hann útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurlands í desember og starfar nú hjá Greenfit við mælingar á fólki með það að markmiði að ná betri árangri í þjálfun. Uppáhalds áhöldin hennar Hildur eru gólf og slá en uppáhalds áhöldin hans Martins Bjarna eru svifrá og gólf. Systkinin eru samrýmd í sinni íþrótt og eru dugleg að hvetja og ráðleggja hvort öðru. Martin segir um Hildi að hún sé með mikið keppnisskap, stríðin, dugleg og skemmtileg. Hildur segir um bróður sinn að hann sé metnaðarfullur, skipulagður og mjög góður stóri bróðir. Það má finna meira um þau á heimasíðu fimleikasambandsins eða með því að smella hér. Glæsileg systkini!Posted by Fimleikasamband Íslands on Þriðjudagur, 27. apríl 2021
Fimleikar Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita