Menning

Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Lilja Alfreðsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson lögðu hornsteininn.
Lilja Alfreðsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson lögðu hornsteininn. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag.

Húsið mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar og íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Þar verða meðal annars sérhönnuð rými fyrir varðveislu, rannsóknir og sýningu á íslenskum skinnhandritum.

Þrír forsetar. Vigdís Finnbogadóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Ólafur Ragnar Grímsson voru meðal gesta við athöfnina. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Áætlað er að húsið verði afhent eigendum sumarið 2022 en það þarf að standa autt í eitt ár til að rétt rakastig verði í húsinu. Því er flutningur í húsið áætlaður eftir rúm tvö ár.

Hátíðarbragur var við athöfnina í dag. Þar sátu meðal annars þrír forsetar íslenska lýðveldisins saman. Bergsveinn Birgisson, rithöfundur, flutti ljóð sitt „Við hornstein að Húsi íslenskunnar“ sem er óður til íslensku tungunnar og hússins sem mun geyma arf tungumálsins.

Hlusta má á flutning Bergsveins hér fyrir neðan

Klippa: Við hornstein að Húsi íslenskunnar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×