Sport

Dag­skráin í dag: Svein­dís Jane, NBA, undan­úr­slit í FA-bikarnum og Inter Milan

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Romelu Lukaku og félagar eru í beinni á Stöð 2 Sport í dag.
Romelu Lukaku og félagar eru í beinni á Stöð 2 Sport í dag. AP Photo/Luca Bruno

Að segja að það sé nóg um að vera á Stöð 2 Sport í dag nær í raun ekki utan um hversu gríðarlegt magn af íþróttum er í boði í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.55 er leikur Getafe og Real Madrid í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 10.20 er komið að leik UCAM Mucia CB og MoraBanc Andorra í spænska körfuboltanum.

Klukkan 14.10 tekur Atlético Madrid, topplið La Liga, á móti Eibar. Klukkan 17.20 er svo komið að leik Leicester City og Southampton í undanúrslitum FA-bikarsins í Englandi.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 10.25 er komið að leik AC Milan og Genoa í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Klukkan 12.55 er komið að leik Atalanta og Juventus.

Klukkan 17.00 færum við okkur til New York-borgar í Bandaríkjunum. Þar fer fram leikur New York Knicks og New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. Klukkan 19.30 er leikur Miami Heat og Brooklyn Nets í sömu deild á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 12.50 hefst leikur Eskilstuna United og Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Um er að ræða fyrstu umferð deildarinnar. Búist er við miklu af Sveindísi Jane Jónsdóttur og Kristianstad í vetur.

Þaðan förum við til Ítalíu en Napoli tekur á móti Inter Milan í stórleik dagsins í Serie A klukkan 18.40.

Klukkan 15.55 hefst leikur Torino og Roma í Serie A.

Stöð 2 Golf

Klukkan 11.30 hefst Opna austurríska en það er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Klukkan 17.00 hefst RBC Heritage-mótið í golfi. Það er hluti af PGA-mótaröðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.