Fótbolti

Koeman pirraður á dóm­gæslunni í El Clásico

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronald Koeman kvartar í dómurunum í gær.
Ronald Koeman kvartar í dómurunum í gær. Angel Martinez/Getty Images

Ronald Koeman, stjóri Barcelona, var allt annað en sáttur með dómgæsluna í El Clásico í gær en Real Madrid vann 2-1 sigur í stórleik gærkvöldsins.

Real skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en mörkin skoruðu Karin Benzema og Toni Kroos. Í síðari hálfleik minnkaði Oscar Mingueza muninn en nær komust Börsungar ekki.

Martin Braithwaite féll í teignum í síðari hálfleik og Börsungar vildu víti en ekkert var dæmt. Við það voru Börsungar allt annað en sáttir.

„Við erum mjög pirraðir yfir atvikinu í kringum vítaspyrnuna því það er ekki sanngjarnt ef þú dæmir ekki víti á þetta. Ég skil þetta ekki,“ sagði Koeman eftir leikinn.

Gerard Pique ræddi vel og lengi við dómarana eftir leikinn. Luka Modric gekk fram hjá Pique og spurði Pique einfaldlega hvað hann vildi.

Þeir skiptust á orðum áður en þeir gengu svo til búningsherbergja en Real er á toppnum, með jafn mörg stig og Atletico. Barcelona er stigi á eftir toppliðunum tveimur.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×