Sportið í dag: „ÍSÍ kemur sínum skilaboðum aldrei á framfæri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2021 13:30 Lárus Blöndal er forseti ÍSÍ. stöð 2 sport Strákarnir í Sportinu í dag furða sig á þögn ÍSÍ í tengslum við æfinga- og keppnisbann í íslenskum íþróttum vegna kórónuveirunnar. „Mér finnst áhyggjuefni hverjir eru í forsvari fyrir ÍSÍ því þeir hafa steinhaldið kjafti í öllu þessu sem hefur verið í gangi,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í dag. „Það er komið rúmt ár og það hefur varla komið nokkur stafur frá regnhlífarsamtökunum, ÍSÍ,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er engin bylgja í gangi núna. Það er í góðu lagi að taka í handbremsuna til að stöðva eitthvað því við höfum gert þau mistök að stöðva of seint áður. En það verður að vera hægt að taka úr handbremsunni jafn auðveldlega og taka í hana en það virðist ekki eiga upp á pallborðið.“ Kjartan Atli Kjartansson hefur áhyggjur af því hvaða áhrif stöðugar hamlanir á íþróttastarfi hafa á börn og unglinga. „Ég er að þjálfa tólf ára stelpur sem væru undir eðlilegum kringumstæðum að keppa í úrslitakeppninni í vor en ég veit ekki hvort það gerist. Ef það gerist ekki hafa þær ekki getað keppt almennilega tvö ár í röð. Ég veit þetta hljómar eins og ekki neitt en þetta er mjög mikilvægt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta hjálpar til við að halda krökkum í sportinu og við vitum öll hvaða góðu áhrif íþróttir hafa á börn. Af hverju er ÍSÍ ekki búið að vinna þessa vinnu?“ Henry Birgir kallar eftir aðgerðum af hálfu ÍSÍ og vill að forsvarsmenn sambandsins láti í sér heyra á opinberum vettvangi. „Eða vinna einhverja vinnu, koma fram með einhver rök og einhvern málflutning sem bakkar upp það sem íþróttahreyfingin er kannski að reyna að enduróma. Ég veit að það er mikið talað saman niðri í Laugardal en kemur rosalega sjaldan eitthvað fram um það,“ sagði Henry Birgir. „Það er fundað bak við tjöldin með yfirvöldum en þeir koma sínum skilaboðum aldrei á framfæri og virðast ekki vinna neina grunnvinnu sem skiptir máli.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
„Mér finnst áhyggjuefni hverjir eru í forsvari fyrir ÍSÍ því þeir hafa steinhaldið kjafti í öllu þessu sem hefur verið í gangi,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í dag. „Það er komið rúmt ár og það hefur varla komið nokkur stafur frá regnhlífarsamtökunum, ÍSÍ,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er engin bylgja í gangi núna. Það er í góðu lagi að taka í handbremsuna til að stöðva eitthvað því við höfum gert þau mistök að stöðva of seint áður. En það verður að vera hægt að taka úr handbremsunni jafn auðveldlega og taka í hana en það virðist ekki eiga upp á pallborðið.“ Kjartan Atli Kjartansson hefur áhyggjur af því hvaða áhrif stöðugar hamlanir á íþróttastarfi hafa á börn og unglinga. „Ég er að þjálfa tólf ára stelpur sem væru undir eðlilegum kringumstæðum að keppa í úrslitakeppninni í vor en ég veit ekki hvort það gerist. Ef það gerist ekki hafa þær ekki getað keppt almennilega tvö ár í röð. Ég veit þetta hljómar eins og ekki neitt en þetta er mjög mikilvægt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta hjálpar til við að halda krökkum í sportinu og við vitum öll hvaða góðu áhrif íþróttir hafa á börn. Af hverju er ÍSÍ ekki búið að vinna þessa vinnu?“ Henry Birgir kallar eftir aðgerðum af hálfu ÍSÍ og vill að forsvarsmenn sambandsins láti í sér heyra á opinberum vettvangi. „Eða vinna einhverja vinnu, koma fram með einhver rök og einhvern málflutning sem bakkar upp það sem íþróttahreyfingin er kannski að reyna að enduróma. Ég veit að það er mikið talað saman niðri í Laugardal en kemur rosalega sjaldan eitthvað fram um það,“ sagði Henry Birgir. „Það er fundað bak við tjöldin með yfirvöldum en þeir koma sínum skilaboðum aldrei á framfæri og virðast ekki vinna neina grunnvinnu sem skiptir máli.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira