Kári vill fjölga sóttkvíardögum milli skimana á landamærum Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2021 11:57 Kári Stefánsson segir dæmi um að fólk sem mælist neikvætt við komuna til landsins og fimm dögum síðar en greinist með kórónuveiruna eftir það. stöð 2 Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill fjölga sóttkvíardögum á milli fyrri og seinni sýnatöku á landamærunum. Þá ætti að afnema með öllu skyldu útlendinga á atvinnulaysisbótum til að koma reglulega til landsins til að staðfesta að þeir séu enn atvinnulausir. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir breska afbrigði covid-19 veirunnar hafa sloppið hingað til lands frá mörgum stöðum þrátt fyrir sóttvarnaráðstafanir á landamærunum. „Þetta berst inn í landið með fólki sem er að koma hingað frá austur Evrópu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu. Þetta kemur víða að,” segir Kári. Þeir sem flakki fram og til baka séu líklegri en aðrir til að bera veiruna til landsins en aðir. Undanfarið ár hefur verið flogið til mjög fárra áfangastaða frá Íslandi og fáir farþegar í flestum flugvélum nema þá helst þeim sem koma frá Varsjá í Póllandi. Enda búa aðeins fleiri Pólverjar á Íslandi en íbúar Akureyrar. Er það stóra feimnismálið í umræðunni vegna pólitískrar réttsýni að við nefnum ekki ákveðna hluti? Það er vitað í dag að það eru margir Pólverjar að fara á milli Póllands og Íslands? „Það er enginn vandi að taka á því. Vegna þess að þetta fólk er að koma hingað með reglulegu millibili til að sækja sér atvinnuleysisbætur. Það eina sem við þurfum að gera er að taka af þeim skylduna til að koma hingað. Hún er íþyngjandi ekki bara fyrir þá heldur er hún hættuleg fyrir íslenskt samfélag,“ segir forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Í dag geta atvinnulausir útlendiingar frá evrópska efnahagssvæðinu sótt um að staðfesta bætur sínar í útlöndum í þrjá mánuði á meðan þeir leita sér að vinnu innan svæðisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þeir þurfa til dæmis að eiga rétt á fullum bótum og hafa þegar bætur samfellt í fjórar vikur hér á landi áður. Annars er almenna reglan að staðfesta þurfi atvinnuleit hér á landi í hverjum mánuði á milli 20. og 25. hvers mánaðar. Kári vill einnig breyta sóttvarnareglum á landamærunum. „Ég held að við verðum að lengja sóttkvíartímann uúr fimm dögum upp í að minnsta kosti sjö. Vegna þess að við vitum nokkur dæmi þess að menn hafa komið til landsins og verið neikvæðir á landamærum. Verið neikvæðir eftir fimm daga og orðið síðan jákvæðir síðar. Þannig að ég held að ein af einföldu aðferðunum sé að lengja sóttkvíartímann um tvo til þrjá daga,“ segir Kári Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Pólland Tengdar fréttir 20 greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33 Átta greindust innanlands og allir í sóttkví Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. 25. mars 2021 10:52 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir breska afbrigði covid-19 veirunnar hafa sloppið hingað til lands frá mörgum stöðum þrátt fyrir sóttvarnaráðstafanir á landamærunum. „Þetta berst inn í landið með fólki sem er að koma hingað frá austur Evrópu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu. Þetta kemur víða að,” segir Kári. Þeir sem flakki fram og til baka séu líklegri en aðrir til að bera veiruna til landsins en aðir. Undanfarið ár hefur verið flogið til mjög fárra áfangastaða frá Íslandi og fáir farþegar í flestum flugvélum nema þá helst þeim sem koma frá Varsjá í Póllandi. Enda búa aðeins fleiri Pólverjar á Íslandi en íbúar Akureyrar. Er það stóra feimnismálið í umræðunni vegna pólitískrar réttsýni að við nefnum ekki ákveðna hluti? Það er vitað í dag að það eru margir Pólverjar að fara á milli Póllands og Íslands? „Það er enginn vandi að taka á því. Vegna þess að þetta fólk er að koma hingað með reglulegu millibili til að sækja sér atvinnuleysisbætur. Það eina sem við þurfum að gera er að taka af þeim skylduna til að koma hingað. Hún er íþyngjandi ekki bara fyrir þá heldur er hún hættuleg fyrir íslenskt samfélag,“ segir forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Í dag geta atvinnulausir útlendiingar frá evrópska efnahagssvæðinu sótt um að staðfesta bætur sínar í útlöndum í þrjá mánuði á meðan þeir leita sér að vinnu innan svæðisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þeir þurfa til dæmis að eiga rétt á fullum bótum og hafa þegar bætur samfellt í fjórar vikur hér á landi áður. Annars er almenna reglan að staðfesta þurfi atvinnuleit hér á landi í hverjum mánuði á milli 20. og 25. hvers mánaðar. Kári vill einnig breyta sóttvarnareglum á landamærunum. „Ég held að við verðum að lengja sóttkvíartímann uúr fimm dögum upp í að minnsta kosti sjö. Vegna þess að við vitum nokkur dæmi þess að menn hafa komið til landsins og verið neikvæðir á landamærum. Verið neikvæðir eftir fimm daga og orðið síðan jákvæðir síðar. Þannig að ég held að ein af einföldu aðferðunum sé að lengja sóttkvíartímann um tvo til þrjá daga,“ segir Kári Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Pólland Tengdar fréttir 20 greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33 Átta greindust innanlands og allir í sóttkví Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. 25. mars 2021 10:52 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
20 greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33
Átta greindust innanlands og allir í sóttkví Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. 25. mars 2021 10:52