Sport

Dag­skráin í dag: Undan­keppni HM 2022 fer af stað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Romelu Lukaku og félagar hans í belgíska landsliðinu eiga leik í undankeppni HM 2022 í dag.
Romelu Lukaku og félagar hans í belgíska landsliðinu eiga leik í undankeppni HM 2022 í dag. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images

Alls eru sjö beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar af stað og sýnum við tvo leiki beint. Þá er leikur í Dominos-deild kvenna á dagskrá ásamt tveimur golfmótum og GTS Iceland: Tier 1.

Stöð 2 Sport

Klukkan 20.05 tekur Skallagrímur á móti Keflavík í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Keflavík er í öðru sæti deildarinnar með 24 stig, líkt og Valur. Skallagrímur er í 5. sæti með 12 stig.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 16.50 hefst leikur Tyrklands og Hollands í undankeppni HM í knattspyrnu sem fram fer í Katar árið 2022. Klukkan 19.35 er svo komið að leik Belgíu og Wales.

Klukkan 21.45 er komið að Markaþætti HM 2022 þar sem farið verður yfir öll mörk dagsins í undankeppninni.

Golfstöðin

Evrópumótaröðin í golfi heldur áfram. Nú er komið að Kenya Savannah Classic-mótinu og hefst útsendingin klukkan 10.00.

Klukkan 18.00 er svo komið að Dell Technologies Matchplay-mótinu sem er hluti af heimsmeistaramótinu í golfi.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 21.30 hefst útsending frá GTS Iceland: Tier 1. Er það sterkasta mótaröð Íslands í hermikappakstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×