Lífið

Tíu milljarða króna snekkja Jordans sem lét koma fyrir körfu­bolta­velli um borð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jordan er metinn á 1,6 milljarðar dollara.
Jordan er metinn á 1,6 milljarðar dollara.

Michael Jordan er einn þekktasti íþróttamaður allra tíma. Hann er einnig með þeim allra ríkustu.

Jordan lagði skóna á hilluna fyrir mörgum árum en er enn vellauðugur. Hann fjárfesti í snekkjunni Joy árið 2019 og er það enginn smá snekkja.

Hún er sjötíu metra löng og lét Jordan koma fyrir körfuboltavelli um borð.

Um er að ræða farartæki sem kostaði körfuboltagoðið tíu milljarða íslenskra króna.

Um borð er fullkomin líkamsræktarstöð, heitir pottar, svefnherbergi fyrir tólf manns, dansgólf og margt fleira.

YouTube-síðan The Richest fjallar um snekkjuna og má sjá innslag þeirra hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.