Sport

Fjallið ætlar að berjast við „guðdómlega sterkan“ Ástrala í maí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson fær alvöru áskorun í maí þegar hann stígur inn í hringinn á móti Alex Simon.
Hafþór Júlíus Björnsson fær alvöru áskorun í maí þegar hann stígur inn í hringinn á móti Alex Simon. Instagram/@thorbjornsson

Síðast æfingabardagi Hafþórs Júlíusar Björnssonar fyrir Las Vegas ævintýrið á móti Eddie Hall hefur verið staðfestur.

Hann er „guðdómlega sterkur“ á samfélagsmiðlum og ætlar að stíga inn í hringinn á móti Hafþóri Júlíusi Björnssyni í maí.

Hafþór Júlíusson er búinn að vera að tala um væntanlegan æfingabardaga á móti stórum manni og nú er búið að staðfesta þennan andstæðing hans. Sá heitir Alex Simon.

Ástralinn Alex Simon kallar sig @godlystrong á samfélagsmiðlum og það er ljóst að þar er engin smá smíði á ferðinni.

Alex Simon á fyrir sér athyglisverðan feril en hann keppti á sínum tíma í kraftlyftingum en færði sig síðan yfir blandaðar bardagaíþróttir.

Það eru smá læti í Alex Simon á Instagram því næsta færsla á eftir að hann staðfestir bardagann er þessi hér fyrir neðan. Þar sýnir hann frá því þegar hann rotar einn andstæðing sinn með miklum tilþrifum.

Alex Simon skrifar við: „Djöfull ætla ég að vera grimmur að æfa næstu mánuði,“ skrifaði Alex Simon og ætlar að mæta tilbúinn til leiks á móti Hafþóri.

Það má líka sjá Alex Simon taka 225 kíló tíu sinnum í röð í bekkpressu og lyfta 435 kílóum í hnébeygju. Það fer því ekkert á milli mála að þarna er mjög hraustur maður á ferðinni.

Það verður hægt að horfa á bardagann í beinni á Coresports.world síðunni og menn þar á bæ auglýsa þetta sem mögulega bardaga á milli sterkustu manna sem hafa stigið inn í hnefaleikahringinn. Það hugsanlega met verður síðan líklega bætt í september þegar Hafþór Júlíus bætir Eddie Hall.

Hafþór Júlíus var búinn að lýsa Alex Simon í myndbandi sínu á dögunum en án þess að nafna hann á nafn.

„Næsti mótherji minn er rosalegur bardagamaður og hann er algjört skrímsli,“ sagði Hafþór Júlíus. Það má heyra þessa lýsingu hér fyrir neðan.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×