Hlynur kom fimmti í mark í maraþonhlaupi í Dresden þegar hann bætti Íslandsmet Kára Steins Karlssonar um rúmar þrjár og hálfa mínútu, en met Kára var 2:17:12.
Hlynur var að reyna við Ólympíulágmark, en Ólympíulágmarkið er 2:11:30, og því mátti ekki miklu muna að Hlynur næði að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana sem fara fram í Tokyo í sumar.
Þetta er aðeins í annað skiptið frá árinu 1986 sem maður nær að slá Íslandsmetið í maraþonhlaupi. Kári Steinn gerði það í Berlín 25. september 2011, en Sigurður Pétur Sigmundsson átti metið í þrjátíu ár þar á undan, frá 1981-2011.
Hægt er að sjá úrslit hlaupsins með því að smella hér.