Ilaix Moriba skoraði sitt fyrsta mark er Barcelona sigraði Osasuna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lionel Messi með Jordi Alba sem skoraði fyrsta mark leiksins.
Lionel Messi með Jordi Alba sem skoraði fyrsta mark leiksins. Vísir/NordicPhotos/Getty

Barcelona vann í kvöld góðan útisigur á Osasuna. Lokatölur 0-2 en það voru Jordi Alba og Ilaix Moriba sem skoruðu mörkin. Ilaix Moriba er einungis 18 ára og var að skora sitt fyrsta mark fyrir Barcelona.

Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og voru mun meira með boltann. Það tók þá hálftíma að skora fyrsta mark leiksins en þá var það Jordi Alba sem var á ferðinni eftir stoðsendingu frá Lionel Messi.

Það tók Börsunga dágóðan tíma að innsigla sigurinn, en á 83.mínútu var það varamaðurinn Ilaix Moriba, 18 ára strákur sem kom inná á 67.mínútu sem kláraði leikinn eftir aðra stoðsendingu frá argentíska töframanninum Lionel Messi. 

Barcelona er áfram í öðru sæti spænsku deildarinnar, tveim stigum á eftir Atletico Madrid sem eiga þó tvo leiki til góða.

Osasuna er enn í þrettánda sæti deildarinnar, einungis sex stigum fyrir ofan fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.