Lífið

Lionel Richie fékk gæsahúð og Katy Perry táraðist

Stefán Árni Pálsson skrifar
Willie Spence ætlar sér að vinna Grammy-verðlaun. 
Willie Spence ætlar sér að vinna Grammy-verðlaun. 

Willie Spence mætti í áheyrnarprufu í American Idol á dögunum og flutti lagið Diomonds eftir Rihanna.

Dómnefndin var vægast sagt hrifin og stóð meðal annars Lionel Richie upp og klappaði vel og innilega fyrir Spence.

Katy Perry táraðist og Luke Bryan átti ekki eitt aukatekið orð.

Hann rauk áfram í næstu umferð eins og sjá má hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.