Enski boltinn

Klopp segir tap kvöldsins mikið á­fall

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp lætur sína menn heyra það í kvöld.
Klopp lætur sína menn heyra það í kvöld. EPA-EFE/Phil Noble

Það var þungt hljóðið í Jürgen Klopp – þjálfara Englandsmeistara Liverpool – eftir fimmta tap liðsins í röð á Anfield. Að þessu sinni var það Chelsea sem fór með þrjú stig heim frá Liverpool-borg, lokatölur 0-1 þökk sé sigurmarki Mason Mount.

„Einstaklingsgæði Mason Mount þetta augnablik var munurinn á liðunum. Þetta var jafn leikur, hátt spennustig og bæði lið lögðu mikið í leikinn,“ sagði þýski þjálfarinn um tap sinna manna í kvöld.

„Þeir fengu markið sem þeir skoruðu en var dæmt af vegna rangstöðu. Við fengum fleiri tækifæri í síðari hálfleik. Sadio Mané fékk frábært tækifæri sem og við komumst í aðrar stöður þar sem okkur tókst ekki að skora.“

„Þú verður að verjast vel gegn Chelsea og við gerðum ekki vel þarna. Það er margt sem þarf að taka með í reikninginn. Á endanum fengum við á okkur eitt mark, gerðum mistök þar, hitt var rangstaða svo þú getur sagt að það hafi verið góður varnarleikur en miðað við hversu mikið við vorum með boltann verðum við að skapa fleiri tækifæri. Allt var mjög gott nema síðasta sendingin.“

„Því miður getum við ekki sagt að það þetta sé aðeins á heimavelli. Þetta snýst ekki um Anfield, þetta er að gerast alltof oft. Á mikilvægum augnablikum erum við ekki að standa okkur. Við verðum að sýna gæði okkar á þessum augnablikum og við höfum ekki gert það nægilega oft.“

„Ég vildi setja ferska fætur inn á. Mo Salah virkaði þreyttur, hann hefur spilað mikið af leikjum undanfarið. Ég hefði getað tekið Mané eða Bobby Firmino af velli en ákvað að taka Mo út af þarna. Milner kom inn á til að vekja mannskapinn og halda þeim inn í leiknum því þurfum á því að halda,“ sagði Klopp um skiptingar sínar í kvöld.

„Þetta er mikið áfall fyrir okkur. Það hefur ekkert verið ákveðið enn. Við verðum að finna fótboltaleiki,“ sagði Jürgen Klopp að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×