Brady man ekki eftir því að hafa kastað bikarnum á milli báta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 10:31 Tom Brady með dóttur sinni Vivian á sigurhátíðinni. Hún reyndi að fá pabba sinn til að hætta við að kasta bikarnum og hann hrósaði átta ára dóttur sinni fyrir það. Getty/Mike Ehrmann Átta ára dóttir Tom Brady reyndi að fá hann til kasta ekki NFL bikarnum yfir á næsta bát í sigurhátíðinni á dögunum og hann þakkar fyrir það að innherjinn „greip frá honum „sendinguna“. NFL-meistarinn Tom Brady mætti í viðtalsþáttinn „The Late Late Show with James Corden“ í vikunni og fór meðal yfir þá ákvörðun sína að kasta Lombardi bikarnum yfir á næsta bát í sigurhátíð Tampa Bay Buccaneers liðsins. Þetta var fyrsta viðtal Brady frá atvikinu sem varð tveimur dögum eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Super Bowl sem var sjöundi meistaratitill Tom Brady á ferlinum. Tom Brady says he 'was not thinking' when he tossed Lombardi Trophy.https://t.co/2JTjk8KkAD— Adam Schefter (@AdamSchefter) March 3, 2021 Menn þóttust sjá nýja hlið á Brady í fögnuðinum en hann sleppti svo sannarlega af sér beltinu þennan sólríka dag á Hillsborough ánni sem rennur í gegnum miðbæ Tampa. Leikmenn Tampa Bay Buccaneers fögnuðu þá saman á nokkrum bátum og sigldu fram hjá stuðningsmönnum sem voru samankomnir á árbakkanum. Atvikið sem allir töluðu um var þó þegar Tom Brady kastaði hinum eftirsótta Lombardi bikar yfir á næsta bát. Brady viðurkenndi í viðtalinu að hann muni ekki almennilega eftir því að hafa gert þetta. Tom Brady says he doesn't remember Lombardi toss quite so well. https://t.co/v3rQS6IPQk— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) March 3, 2021 „Í fyrsta lagi þá var ég ekki að hugsa á þessari stundu. Þetta virtist bara vera eitthvað sem var gaman að gera, sagði Tom Brdy hlæjandi. „Við megum ekki gleyma því að það eru líka beittar brúnir á botni bikarsins og ég komst af því seinna að ef sendingin hefði ekki heppnast þá voru um 80 fet (rúmir 24 metrar) niður á botn. Ég er því mjög ánægður með að innherjinn Cam [Brate] greip bikarinn,“ sagði Brady. Brady talaði einnig um það að honum fyndist dóttir sín Vivi hafi verið stjarnan í myndbandinu. Rétt áður en Brady kastaði bikarnum þá kallaði hún: „Pabbi, nei“. „Þetta var litla átta ára dóttir mín. Hver hefði getað ímyndað sér að átta ára stelpa sýndi mesta hyggjuvitið á svæðinu. Eins og ég segi hún er rödd skynseminnar,“ sagði Brady. Hér fyrir neðan má sjá atvikið með bikarinn. watch on YouTube NFL Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Sjá meira
NFL-meistarinn Tom Brady mætti í viðtalsþáttinn „The Late Late Show with James Corden“ í vikunni og fór meðal yfir þá ákvörðun sína að kasta Lombardi bikarnum yfir á næsta bát í sigurhátíð Tampa Bay Buccaneers liðsins. Þetta var fyrsta viðtal Brady frá atvikinu sem varð tveimur dögum eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Super Bowl sem var sjöundi meistaratitill Tom Brady á ferlinum. Tom Brady says he 'was not thinking' when he tossed Lombardi Trophy.https://t.co/2JTjk8KkAD— Adam Schefter (@AdamSchefter) March 3, 2021 Menn þóttust sjá nýja hlið á Brady í fögnuðinum en hann sleppti svo sannarlega af sér beltinu þennan sólríka dag á Hillsborough ánni sem rennur í gegnum miðbæ Tampa. Leikmenn Tampa Bay Buccaneers fögnuðu þá saman á nokkrum bátum og sigldu fram hjá stuðningsmönnum sem voru samankomnir á árbakkanum. Atvikið sem allir töluðu um var þó þegar Tom Brady kastaði hinum eftirsótta Lombardi bikar yfir á næsta bát. Brady viðurkenndi í viðtalinu að hann muni ekki almennilega eftir því að hafa gert þetta. Tom Brady says he doesn't remember Lombardi toss quite so well. https://t.co/v3rQS6IPQk— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) March 3, 2021 „Í fyrsta lagi þá var ég ekki að hugsa á þessari stundu. Þetta virtist bara vera eitthvað sem var gaman að gera, sagði Tom Brdy hlæjandi. „Við megum ekki gleyma því að það eru líka beittar brúnir á botni bikarsins og ég komst af því seinna að ef sendingin hefði ekki heppnast þá voru um 80 fet (rúmir 24 metrar) niður á botn. Ég er því mjög ánægður með að innherjinn Cam [Brate] greip bikarinn,“ sagði Brady. Brady talaði einnig um það að honum fyndist dóttir sín Vivi hafi verið stjarnan í myndbandinu. Rétt áður en Brady kastaði bikarnum þá kallaði hún: „Pabbi, nei“. „Þetta var litla átta ára dóttir mín. Hver hefði getað ímyndað sér að átta ára stelpa sýndi mesta hyggjuvitið á svæðinu. Eins og ég segi hún er rödd skynseminnar,“ sagði Brady. Hér fyrir neðan má sjá atvikið með bikarinn. watch on YouTube
NFL Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Sjá meira