Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur í Kefla­vík og ítalski boltinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Enn hefur ekkert lið komist í gegnum Keflavík í Dominos deild kvenna.
Enn hefur ekkert lið komist í gegnum Keflavík í Dominos deild kvenna. Vísir/Hulda Margrét

Alls eru fimm íþróttaviðburðir í beinni útsendingu Stöðvar Sport og hliðarrása í dag. Tveir leikir í Dominos deild kvenna í körfubolta eru á dagskrá og þrír leikir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.10 er komið að leik bikarmeistara Skallagríms og nýliða Breiðabliks í Dominos deild kvenna í körfubolta. Skallarnir þurfa sigur til að lyfta sér upp í efstu fjögur sæti deildarinnar á meðan gestirnir úr Kópavogi þurfa sigur til að lyfta sér frá botnbaráttunni.

Skallagrímur er með 10 stig fyrir leikinn en Breiðablik aðeins sex.

Klukkan 20.10 er komið að stórleik Keflavíkur og Hauka í sömu deild. Heimaliðið er ósigrað á toppi deildarinnar með níu sigra í níu leikjum. Haukar eru 14 stig í þriðja sæti deildarinnar en hafa leikið tveimur leikjum meira.

Stöð 2 Sport 2

Leikur AC Milan og Udinese í Serie A-deildinni er á dagskrá klukkan 19.35. Heimamenn þurfa sigur til að missa erkifjendur sína í Inter Milan ekki lengra frá sér á toppi deildarinnar.

AC Milan er í 2. sæti með 52 stig en Udinese er í 12. sæti með 28 stig.

Stöð 2 Sport 3

Andri Fannar Baldursson og félagar í Bologna heimsækja Cagliari klukkan 19.35, einnig í Serie A. Bologna er í 11. sæti með 28 stig en Cagliari í 18. sætinu með aðeins 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×