Erlent

Heilu bæirnir á Sikiley þakktir ösku og gjalli úr Etnu

Samúel Karl Ólason skrifar
Þessi mynd, sem tekin var um helgina, sýnir hve þykkt ösku- og gjalllag lá yfir Zafferana.
Þessi mynd, sem tekin var um helgina, sýnir hve þykkt ösku- og gjalllag lá yfir Zafferana. EPA/Orietta Scardino

Mikil virkni hefur átt sér stað í Etnu, hæsta virka eldfjalli Evrópu, frá því í desember. Nokkur stórfengleg eldgos hafa orðið þar en sem betur fer hafa þau ekki ógnað byggð eða fólki.

Eldgosin hafa verið mjög sjónræn.

Nú um helgina spúði eldfjallið ösku og gjalli hátt til himins og svo gott sem þakti bæi á Sikiley.

ANSA fréttaveitan segir öskuna og gjallið hafa komið úr tveimur gígum á austurhlið fjallsins og mikið  hafi fallið í sjóinn.

Hér að neðan má sjá nokkur myndband frá Sikiley.
Tengdar fréttir

Etna spúði kviku í kílómetra hæð

Eldfjallið Etna, stærsta virka eldfjall Evrópu, lét aftur á sér kræla í nótt þegar það spúði kviku hátti til himins. Mikil virkni hefur verið í eldfjallinu undanfarið en byggðir á Sikiley hafa ekki verið í hættu.

„Ekkert merkilegt“ en sjónrænt eldgos í Etnu

Etna, stærsta virka eldfjall Evrópu, byrjaði að gjósa með látum gær og sendir reyk og ösku hátt til himins. Sérfræðingar á Sikiley segjast þó hafa séð það verra og er eldgosið ekki sagt ógna nærliggjandi byggðum en þrjú þorp eru vöktuð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.