Tónlist

Hætti við að syngja með Bubba af ótta um mis­skilning

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Esjan, lag Bríetar, hefur notið gríðarlegra vinsælda.
Esjan, lag Bríetar, hefur notið gríðarlegra vinsælda. Instagram/Bríet

Tónlistarkonan Bríet segist hafa ætlað að fá Bubba til að syngja með sér lagið Esjan, sem var eitt vinsælasta lag síðasta árs, en hætti við af ótta við að fólk héldi að hann hefði samið lagið. Þetta segir hún í Instagram-færslu sem hún birti í síðustu viku.

Lagið hefur notið mikilla vinsælda og varð fljótt vinsælasta lag landsins eftir að það var gefið út. Lagið var gefið út fyrir rétt rúmu ári síðan og hefur verið spilað meira en 2,18 milljón sinnum á Spotify.

Bríet flutti lagið í Kryddsíld Stöðvar 2 um áramótin sem hægt er að sjá í klippunni hér að neðan. 

Þá flutti hún lagið einnig á tónleikunum Samkomubann, sem haldnir voru af Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fyrir tæpu ári síðan.

Tilnefnt til Hlustendaverðlauna

Esjan er meðal þeirra laga sem er tilnefnt sem lag ársins á Hlustendaverðlaunum. Hin lögin eru Higher með Gus Gus, Think About Things með Daða Frey, I Want More með Kaleo, Það bera sig allir vel með Helga Björns, Í kvöld er gigg með Ingó og Stjörnurnar með Herra Hnetusmjör.

Hægt er að taka þátt í valinu hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Lagið Esjan í hugljúfum flutningi Einars Ágústs

Það er óhætt að segja að fyrstu þáttaröðinni af Í kvöld er gigg hafi verið lokið með pompi og prakt. Á nýársdag var sýndur sérstakur áramótaþáttur með einvalaliði tónlistarfólks sem heillaði áhorfendur upp úr skónum með einstökum flutningi og líflegri framkomu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×