Almar sá fimmti sem sækist eftir fyrsta sæti VG á Suðurlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. febrúar 2021 12:06 Almar sækist eftir fyrsta sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Aðsend Almar Sigurðsson, sem rekur Gistiheimilið á Lambastöðum í Flóahreppi, gefur kost á sér í forvali Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar, og sækist eftir fyrsta sæti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almari. Almar hefur gegnt formennsku í Svæðisfélagi VG í Árnessýslu, setið í stjórn kjördæmaráðs og verið formaður uppstilinganefnda í þing- og sveitastjórnarkosningum. „Ég bý á Lambastöðum í Flóahreppi en er fæddur og uppalinn á Selfossi. Ég hef því sterkar taugar til Suðurlands og vil láta gott af mér leiða. Ég hef fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, bæði sem launþegi og atvinnurekandi, en nú rek ég ásamt konu minni Gistiheimilið á Lambastöðum. Náttúruvernd er mitt hjartans mál og ég styð frumvarp um þjóðgarð á hálendinu. Það eru náttúruperlur víða á Suðurlandi sem þarf að verja fyrir stórframkvæmdum, Eldvörpin á Reykjanesi, Þjórsáin, Mýrdalurinn norðan Dyrhólaós og Fjallabakssvæðið, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef tekið virkan þátt í baráttu gegn áformum um virkjanir í neðri hluta Þjórsá. Enn þá er ekki búið að raska náttúrunni og lífríkinu þar og enn getum við unnið þann slag. Ég vil leggja mitt af mörkum til að styrkja og endurreisa atvinnulífið á Suðurlandi. Margir hafa orðið fyrir þungu höggi í okkar kjördæmi að undanförnu og verkefnið hlýtur að vera að endurheimta störfin. Ferðaþjónustan skipar stórt hlutverk í endurreisninni,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Almar landbúnað vera mikilvæga stoð í atvinnulífinu og að aðstæður á Suðurlandi séu ákjósanlegar til matvælaframleiðslu. Mikilvægt sé að standa vörð um greinina. „Það er mín skoðun að við eigum að byggja afkomu okkar á litlum og meðalstórum fjölskyldufyrirtækjum, það þýðir dreifða eignaraðild og blómlega búsetu og atvinnu um allt kjördæmið.“ Fyrir liggur að hart verður barist um efsta sætið á Suðurlandi, en áður en Almar tilkynnti um framboð lágu fyrir fjögur önnur. Þau Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður, Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði, Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og varaþingmaður, höfðu öll tilkynnt um að þau sæktust eftir sætinu. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Almar hefur gegnt formennsku í Svæðisfélagi VG í Árnessýslu, setið í stjórn kjördæmaráðs og verið formaður uppstilinganefnda í þing- og sveitastjórnarkosningum. „Ég bý á Lambastöðum í Flóahreppi en er fæddur og uppalinn á Selfossi. Ég hef því sterkar taugar til Suðurlands og vil láta gott af mér leiða. Ég hef fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, bæði sem launþegi og atvinnurekandi, en nú rek ég ásamt konu minni Gistiheimilið á Lambastöðum. Náttúruvernd er mitt hjartans mál og ég styð frumvarp um þjóðgarð á hálendinu. Það eru náttúruperlur víða á Suðurlandi sem þarf að verja fyrir stórframkvæmdum, Eldvörpin á Reykjanesi, Þjórsáin, Mýrdalurinn norðan Dyrhólaós og Fjallabakssvæðið, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef tekið virkan þátt í baráttu gegn áformum um virkjanir í neðri hluta Þjórsá. Enn þá er ekki búið að raska náttúrunni og lífríkinu þar og enn getum við unnið þann slag. Ég vil leggja mitt af mörkum til að styrkja og endurreisa atvinnulífið á Suðurlandi. Margir hafa orðið fyrir þungu höggi í okkar kjördæmi að undanförnu og verkefnið hlýtur að vera að endurheimta störfin. Ferðaþjónustan skipar stórt hlutverk í endurreisninni,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Almar landbúnað vera mikilvæga stoð í atvinnulífinu og að aðstæður á Suðurlandi séu ákjósanlegar til matvælaframleiðslu. Mikilvægt sé að standa vörð um greinina. „Það er mín skoðun að við eigum að byggja afkomu okkar á litlum og meðalstórum fjölskyldufyrirtækjum, það þýðir dreifða eignaraðild og blómlega búsetu og atvinnu um allt kjördæmið.“ Fyrir liggur að hart verður barist um efsta sætið á Suðurlandi, en áður en Almar tilkynnti um framboð lágu fyrir fjögur önnur. Þau Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður, Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði, Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og varaþingmaður, höfðu öll tilkynnt um að þau sæktust eftir sætinu.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira