Lífið

Smekklegt smáhýsi með öllu tilheyrandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega vel heppnað hús.
Virkilega vel heppnað hús.

Á YouTube-síðunni Living Big In A Tiny House hittir þáttastjórnandinn Bryce Langston fólk sem býr í litlu rými en nær að nýta sér plássið vel.

Að þessu sinni heimsótti Langston Nýsjálendinginn Mark sem býr í smáhýsi í Taupo í Nýja-Sjálandi. Mark er ekki ungur maður en fékk nýlega áhuga á smáhýsum og ákvað í kjölfarið að reisa eitt slíkt sjálfur.

Húsið er færanlegt og á hjólum og er hreinlega hugað að öllu. Á þaki hússins eru sólarplötur sem fanga sólarorkuna og breyta í rafmagn fyrir heimilið.

Húsið er í raun tveggja hæða með fallegu svefnlofti á efri hæðinni en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.