Lífið

Innlit í höfuðstöðvar Google

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aðstæður alveg til fyrirmyndar fyrir starfsfólk Google. 
Aðstæður alveg til fyrirmyndar fyrir starfsfólk Google. 

Tæknifyrirtækið Google er með heljarinnar í San Francisco í Sílikon-dalnum fræga. Nágrannar þeirra eru meðal annars Facebook, eBay, Neflix, Apple og fleiri fyrirtæki.

Tech Vision fer ítarlega yfir höfuðstöðvarnar í innslagi sínu en byggingin stendur á tíu hektara lóð.

Höfuðstöðvarnar heita í raun Googleplex en það var suðurafríski arkitektúrinn Clive Wiklinson sem hannaði bygginguna. Gríðarlegt magn af stórum gluggum eru í byggingunni til að ná inn sem mestri birtu.

Aðstæður starfsmanna eru frábærar og er í raun hægt að starfa hvar sem er í húsinu við kjöraðstæður sem hannaðar eru svo að starfsfólki líði sem best. Hægt er að fara í nudd, klippingu, til læknis, í sund, fótbolta, tennis og margt annað.

Hér að neðan má sjá innlit í höfuðstöðvar Google.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.