Sport

Borgaði fyrir alla hina á veitingastaðnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Harbaugh er vel stæður maður og hefur þjálfað lengi í NFL-deildinni.
John Harbaugh er vel stæður maður og hefur þjálfað lengi í NFL-deildinni. Getty/Patrick Smith

NFL-þjálfarinn John Harbaugh var mjög raunsarlegur þegar hann fór út að borða í gærkvöldi. Bandarískir fjölmiðlar segja frá rausnarskap þjálfara Baltimore Ravens liðsins þótt að hann sjálfur hafi ekki vilja gera mikið úr því.

John Harbaugh hefur þjálfað Baltimore Ravens liðið frá árinu 2008 og var því að klára sitt þrettánda tímabil með félaginu í síðasta mánuði.

Harbaugh fór út að borða á sjávarréttarstaðnum Jimmy's Seafood Restaurant í gærkvöldi.

Sjónvarpsstöðin WJZ-TV í Baltimore sagði frá því að John Harbaugh hafi þar borgað fyrir alla sem borðuðu á staðnum á sama tíma og hann. Reikningurinn er sagður hafa verið upp á að minnsta kosti tvö þúsund Bandaríkjadali eða meira en 255 þúsund íslenskar krónur.

ESPN sagði frá þessu og hafði samband við þjálfarann. Hann sagði að eiginkonan hafi átt hugmyndina að þessu. „Þetta var hundrað prósent hugmynd frá Ingrid,“ sagði John Harbaugh við ESPN.

Alls voru sjö fjölskyldur að borða á staðnum þegar John Harbaugh fór og gerði upp alla reikningana. Hann gaf sér einnig tíma til að sitja fyrir á myndum með öllum sem vildu.

Eigandi Jimmy's Seafood hefur unnið frábært starf í kórónuveirufaraldrinum og safnað meira 430 þúsund dölum fyrir bari og veitingastaði í Baltimore sem hafa verið í vandræðum vegna heimsfaraldursins.

John sagðist kallaði hann hetju og sagðist hafa valið veitingastaðinn hans vegna þess.

Undir stjórn John Harbaugh þá hefur Baltimore Ravens unnuð 129 leiki en tapað 79 í deildarkeppninni en sigrarnir eru ellefu í úrslitakeppninni. Hann gerði liðið að NFL-meisturum í febrúar 2013 en þrátt fyrir að vera með mjög frambærilegt lið þá hafa Ravens menn aðeins unnið einn leik í úrslitakeppninni undanfarin þrjú tímabil.

John Harbaugh er einn launahæsti þjálfari NFL-deildarinnar með um sjö milljónir dollara fyrir tímabilið eða réttar tæpar níu hundruð milljónir króna.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.