Sport

Segir að Mbappé og Haaland jafnist ekki á við ungan Owen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michael Owen skoraði grimmt fyrstu ár sín hjá Liverpool.
Michael Owen skoraði grimmt fyrstu ár sín hjá Liverpool. getty/Gary M Prior

Kylian Mbappé og Erling Haaland jafnast ekki á við Michael Owen á fyrstu árum hans hjá Liverpool. Þetta segir Emile Heskey, fyrrverandi samherji Owens hjá Liverpool og enska landsliðinu.

Mbappé og Haaland fóru á kostum í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Mbappé skoraði þrennu í 1-4 sigri Paris Saint-Germian á Barcelona á meðan Haaland skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Borussia Dortmund sigraði Sevilla, 2-3.

Heskey segir að í öllu talinu um Mbappé og Haaland megi ekki gleyma því hversu góður Owen var á sínum yngri árum.

„Þegar allir tala um tölfræði og unga leikmenn sem brjótast í gegn hugsa ég alltaf til Michaels. Ég byrja að bera þá saman við hann og margir standast ekki samanburðinn við það sem hann gerði á þessum aldri,“ sagði Heskey á talkSPORT.

„En þegar þú byrjar að spila sextán ára ferðu að meiðast og það var það sem gerðist fyrir hann.“

Owen kom ungur inn í aðallið Liverpool og hafði orðið markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar í tvígang áður en hann varð nítján ára.

Þá sló Owen eftirminnilega í gegn á HM 1998 þar sem hann skoraði tvö mörk fyrir enska landsliðið, þar á meðal frægt mark gegn Argentínu í sextán liða úrslitunum.


Tengdar fréttir

Magnaður Håland sá um Sevilla

Erling Braut Håland heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeild Evrópu. Hann skoraði tvö af mörkum Dortmund sem vann 3-2 sigur á Sevilla á útivelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Mbappé fór aftur á kostum fyrir framan Messi

Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé ætlar greinilega að leggja það í vana sinn að sýna sínar allra bestu hliðar þegar hann stígur inn á sama knattspyrnuvöll og Lionel Messi.

Magnaður Mbappé sökkti Messi og fé­lögum á Ný­vangi

Paris Saint-Germain gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 útisigur á Nývangi í Katalóníu er það heimsótti Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ekki var að sjá að PSG saknaði brasilísku stórstjörnunnar Neymar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×