Erlent

Segir vopna­hlé enn í gildi á Gasa

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við blaðamenn um borð í bandarísku forsetaflugvélinni í gær.
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við blaðamenn um borð í bandarísku forsetaflugvélinni í gær. AP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að vopnahlé sé enn í gildi milli Ísraels og Hamas eftir að báðir aðilar sökuðu hinn um að rjúfa ákvæði vopnahléssamningsins.

Þetta sagði Trump á fréttamannafundi um borð í bandarísku forsetaflugvélinni í nótt. „Já, það er það,“ sagði forsetinn aðspurður um hvort vopnahlé væri enn í gildi.

Palestínsk yfirvöld greindu frá því í gær að 26 hið minnsta hafi látið lífið í loftárásum Ísraelshers í gær.

Árásir gærdagsins hófust að morgni þar sem talsmaður Ísraelshers sakaði „hryðjuverkamenn um árásir gegn skriðdrekum og skotárásir“ gegn ísraelskum hersveitum í Rafah. Tveir ísraelskir hermenn lét lífið í þeim árásum. Sagði talsmaðurinn að Ísraelshers muni haldi áfram að framfylgja samningunum.

Talsmaður Hamas sagði hins vegar að samtökunum væri ekki kunnugt um nokkur átök á þeim svæðum sem eru undir stjórn Ísraelsmanna. Hamas ætlaði sér að fara að ákvæðum samningsins um vopnahlé og að „brot Ísraelsmanna“ á samningnum og árásir gætu leitt til þess að endaloka vopnahlésins.

Í frétt BBC segir að erindreki Trumps Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonur hans, Jared Kushner, muni halda til Ísraels í dag þar sem talið er að Bandaríkjastjórn þurfi að beita þrýstingi til að samningurinn um vopnahlé haldi.


Tengdar fréttir

Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis telur tvísýnt að vopnahlé Ísraela og Hamas haldi. Hann og alþjóðastjórnmálafræðingur sammælast um að hlutverk Bandaríkjaforseta sé gífurlega mikilvægt í vopnahlésviðræðunum.

Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa heimildir fyrir því að Hamas sé að skipuleggja árásir gegn almenningi á Gasa og myndi þar sem brjóta vopnahléssamkomulagið sem tók gildi þann 10. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×