Erlent

Gríðar­legur fjöldi á No Kings mót­mælunum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Fjöldi fólks í New York-borg.
Fjöldi fólks í New York-borg. AP

Búist er við að milljónir manna flykkist út á götur bandarískra borgra til að taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Donald Trumps. Samtökin No Kings eru að baki mótmælunum en þau héldu einnig gríðarstór mómtæli í júní.

Markmiðið er að mótmæla valdboðsstefnu Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans. Nafnið No Kings er vísun í að enginn konungur er við völd þar í landi. Yfir 2500 viðburðir eru á dagskrá í dag í öllum fimmtíu fylkjum Bandaríkjananna en stærstu viðburðirnir verða í stærri borgum líkt og New York, Chicago, Houston og Honolulu.

Búist er við milljónum mótmælenda.AP

„Ég er enginn konungur,“ sagði Trump í svari við mótmælunum í viðtali samkvæmt The Guardian. 

Hér má sjá til dæmis Donald Trump og JD Vance.AP

Fjöldi fulltrúa Demókrata hefur hvatt fólk til að taka þátt í mótmælunum. Þeirra á meðal er Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu-fylkis sem hvetur þátttakendur einnig til að fara varlega og mótmæla friðsamlega. Öldunarþingmaðurinn Bernie Sanders ætlar að taka þátt í mótmælunum í Washington DC.

Times Square í New York-borg.AP
Þessi vísar í vinsæla bók og þætti nefnda The Handsmaid Tale.AP
Mótmælendur nýta ímyndunaraflið í skiltagerð.AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×