Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2025 14:16 Xi Jinping, forseti Kína, hefur stýrt landinu í þrettán ár en gæti í raun gert það eins lengi og honum sýnist. Hann hefur ekki gefið til kynna hvort hann ætli að sækjast eftir fjórða fimm ára kjörtímabilinu eða hvort hann hafi í hyggju að velja sér arftaka. AP/Ken Ishii Æðstu embættismenn úr miðstjórn Kommúnistaflokks Kína koma saman í Peking í vikunni, þar sem þeir munu leggja á ráðin um hvernig styrkja megi stöðu ríkisins á næstu árum. Tvær stórar spurningar munu hanga yfir fundarhöldunum, þó enginn muni þora að spyrja þeirra. Þær eru hve lengi Xi Jinping mun leiða ríkið og hver gæti tekið við af honum. Fundarhöld vikunnar hófust í morgun á því að Xi hélt ræðu á lokuðum fundi flokksins og lagði þar fram áætlun sína fyrir næstu fimm ár í Kína (2026-2030). Eins og bent er á í grein AP fréttaveitunnar standa Kínverjar frammi fyrir ýmsum vandamálum. Hægt hefur á hagkerfi landsins og þá standa Kínverjar frammi fyrir ýmsum tálmum varðandi nýjustu tækni og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt Kínverja umfangsmiklum tollum. Í grein á vef Xinhua, sem er ríkisrekinn kínverskur miðill, segir að næstu fimm árin verði meiri áhersla lögð á að auka gæði, vísindastarf og fjölga tækninýjungum og auka þannig hagvöxt. Samhliða því á nútímavæða hefðbundinn iðnað í Kína og ýta undir nýsköpun. Markmiðið er, samkvæmt Xinhua, að gera hagkerfi Kína neysludrifið, í stað þess að keyra það áfram á framleiðslu. Greinendur búast við umfangsmiklum hreinsunum í miðstjórn Kommúnistaflokksins í vikunni en fundarhöld vikunnar marka miðjupunkt þriðja fimm ára kjörtímabils Xi. Mögulegt er að hann muni lýsa yfir vilja til að sitja fjórða kjörtímabilið. Fyrir fundinn var níu af æðstu stjórnendum hers Kína vikið úr flokknum og þeir sakaðir um spillingu. Erfiðara með hverju árinu Xi Jinping hefur stýrt Kína í þrettán ár en nokkur ár eru liðin frá því hann keyrði í gegn breytingar á reglum Kommúnistaflokksins sem gera honum í raun kleift að stjórna eins lengi og honum sýnist. Þó hann sé orðinn 72 ára gamall hefur hann ekki gefið til kynna á nokkurn hátt að hann hafi í huga að stíga til hliðar. Þá virðist sem að hann hafi ekki stillt upp einhverjum sem mögulegum arftaka sínum né gefið í skyn að slíkt sé á döfinni. Eins og fram kemur í grein New York Times eykur hvert ár sem Xi er við völd á þá óvissu um hvað myndi til dæmis gerast ef hann yrði veikur. Þá væri óljóst hver myndi taka við og hvort viðkomandi myndi gera umfangsmiklar breytingar eða ekki. Þetta er þekkt vandamál, ef svo má segja, í alræðisríkjum þar sem tilteknir menn hafa verið mjög lengi við völd. Það að tilnefna arftaka getur reynst þeim hættulegt, þar sem það fjölgar höndum á stýrinu og getur grafið undan stöðu þessara manna. Tiltölulega stutt er síðan Xi heyrðist ræða við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um mögulegar leiðir til að lengja líf manna, eins og með líffæragjöf. Þá ræddu þeir einnig hvernig það að vera sjötugur sé lítið tiltökumál í dag. Sjá einnig: Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Ef og þá þegar Xi velur sér arftaka yrði hans helsta áherslumál, samkvæmt NYT, að sá yrði honum hliðhollur og myndi halda áfram að framfylgja stefnumálum Xi. Því lengur sem Xi heldur í stjórnartaumana, því erfiðara verður fyrir hann að finna arftaka sem getur leitt Kína til langs tíma og í býr í senn yfir nægilegri reynslu til að halda í stjórnartaumana sjálfur. Eldri menn í æðstu stöðum Frá því hann tók við völdum hefur Xi skipað nána bandamenn sína í framkvæmdastjórn Kommúnistaflokksins. Þar eru yngstu menn á sjötugsaldri og því ólíklegir til að geta tekið við af Xi. Hann var 54 ára gamall árið 2007 þegar hann var skipaður í framkvæmdastjórnina. Næsti aðalfundur Kommúnistaflokksins verður haldinn árið 2027 og verður þá mynduð ný framkvæmdastjórn. Sérfræðingur í málefnum Kína sem ræddi við NYT segir að allir þeir sem þyki líklegir til að verða skipaðir í nefndina séu einnig líklega of gamlir til að taka við af Xi þegar þar að kemur. Annar segir að Xi eigi yfir höfuð erfitt með að treysta öðrum og sérstaklega embættismönnum sem þekkir ekki vel. Því eldri sem hann verður, því einangraðri verði hann frá þeirri kynslóð sem væntanlegur arftaki hans tilheyrir. Líklegt þykir að Xi muni velja nokkra menn sem gætu tekið við af honum. Í kjölfarið muni þeir berjast um hylli hans og um völd innan Kommúnistaflokksins. Kína Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Fundarhöld vikunnar hófust í morgun á því að Xi hélt ræðu á lokuðum fundi flokksins og lagði þar fram áætlun sína fyrir næstu fimm ár í Kína (2026-2030). Eins og bent er á í grein AP fréttaveitunnar standa Kínverjar frammi fyrir ýmsum vandamálum. Hægt hefur á hagkerfi landsins og þá standa Kínverjar frammi fyrir ýmsum tálmum varðandi nýjustu tækni og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt Kínverja umfangsmiklum tollum. Í grein á vef Xinhua, sem er ríkisrekinn kínverskur miðill, segir að næstu fimm árin verði meiri áhersla lögð á að auka gæði, vísindastarf og fjölga tækninýjungum og auka þannig hagvöxt. Samhliða því á nútímavæða hefðbundinn iðnað í Kína og ýta undir nýsköpun. Markmiðið er, samkvæmt Xinhua, að gera hagkerfi Kína neysludrifið, í stað þess að keyra það áfram á framleiðslu. Greinendur búast við umfangsmiklum hreinsunum í miðstjórn Kommúnistaflokksins í vikunni en fundarhöld vikunnar marka miðjupunkt þriðja fimm ára kjörtímabils Xi. Mögulegt er að hann muni lýsa yfir vilja til að sitja fjórða kjörtímabilið. Fyrir fundinn var níu af æðstu stjórnendum hers Kína vikið úr flokknum og þeir sakaðir um spillingu. Erfiðara með hverju árinu Xi Jinping hefur stýrt Kína í þrettán ár en nokkur ár eru liðin frá því hann keyrði í gegn breytingar á reglum Kommúnistaflokksins sem gera honum í raun kleift að stjórna eins lengi og honum sýnist. Þó hann sé orðinn 72 ára gamall hefur hann ekki gefið til kynna á nokkurn hátt að hann hafi í huga að stíga til hliðar. Þá virðist sem að hann hafi ekki stillt upp einhverjum sem mögulegum arftaka sínum né gefið í skyn að slíkt sé á döfinni. Eins og fram kemur í grein New York Times eykur hvert ár sem Xi er við völd á þá óvissu um hvað myndi til dæmis gerast ef hann yrði veikur. Þá væri óljóst hver myndi taka við og hvort viðkomandi myndi gera umfangsmiklar breytingar eða ekki. Þetta er þekkt vandamál, ef svo má segja, í alræðisríkjum þar sem tilteknir menn hafa verið mjög lengi við völd. Það að tilnefna arftaka getur reynst þeim hættulegt, þar sem það fjölgar höndum á stýrinu og getur grafið undan stöðu þessara manna. Tiltölulega stutt er síðan Xi heyrðist ræða við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um mögulegar leiðir til að lengja líf manna, eins og með líffæragjöf. Þá ræddu þeir einnig hvernig það að vera sjötugur sé lítið tiltökumál í dag. Sjá einnig: Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Ef og þá þegar Xi velur sér arftaka yrði hans helsta áherslumál, samkvæmt NYT, að sá yrði honum hliðhollur og myndi halda áfram að framfylgja stefnumálum Xi. Því lengur sem Xi heldur í stjórnartaumana, því erfiðara verður fyrir hann að finna arftaka sem getur leitt Kína til langs tíma og í býr í senn yfir nægilegri reynslu til að halda í stjórnartaumana sjálfur. Eldri menn í æðstu stöðum Frá því hann tók við völdum hefur Xi skipað nána bandamenn sína í framkvæmdastjórn Kommúnistaflokksins. Þar eru yngstu menn á sjötugsaldri og því ólíklegir til að geta tekið við af Xi. Hann var 54 ára gamall árið 2007 þegar hann var skipaður í framkvæmdastjórnina. Næsti aðalfundur Kommúnistaflokksins verður haldinn árið 2027 og verður þá mynduð ný framkvæmdastjórn. Sérfræðingur í málefnum Kína sem ræddi við NYT segir að allir þeir sem þyki líklegir til að verða skipaðir í nefndina séu einnig líklega of gamlir til að taka við af Xi þegar þar að kemur. Annar segir að Xi eigi yfir höfuð erfitt með að treysta öðrum og sérstaklega embættismönnum sem þekkir ekki vel. Því eldri sem hann verður, því einangraðri verði hann frá þeirri kynslóð sem væntanlegur arftaki hans tilheyrir. Líklegt þykir að Xi muni velja nokkra menn sem gætu tekið við af honum. Í kjölfarið muni þeir berjast um hylli hans og um völd innan Kommúnistaflokksins.
Kína Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira