„Framleiðendurnir ná að fá keppendur til að gera hvað sem er“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2021 13:29 Unnur Eggertsdóttir horfir mjög mikið á raunveruleikaþættina The Bachelor. Vísir/vilhelm Leikkonan Unnur Eggertsdóttir hefur verið búsett í Los Angeles undanfarin ár að reyna fyrir sér í leiklistinni. Hún lék Sollu Stirðu í nokkur ár, tók þátt í Söngvakeppninni og þykir efnileg leik- og söngkona. Unnur hefur í raun verið föst á Íslandi í nokkra mánuði vegna heimsfaraldurs en hún ætlaði sér rétt svo að koma til landsins til að bíða af sér versta ástandið í Bandaríkjunum. Unnur heldur úti hlaðvarpi um þættina vinsælu The Bachelor en til eru nokkrar útgáfur af þáttunum. Með henni í þáttunum er Lilja Gísladóttir. „Við tökum alltaf strax upp eftir þáttinn á þriðjudögum og tölum um hvað gerðist í þættinum. Hver fór heim og hvaða drama var í gangi,“ segir Unnur. „Svo tökum við alltaf einn aukaþátt í vikunni um eitthvað allt annað umræðuefni. Um daginn vorum við að ræða um skuggahliðar raunveruleikasjónvarps. Við höfum líka tekið fyrir jákvæða líkamsmynd og fengið allskonar gesti til okkar til að tala um allskonar mál og erum byrjaðar að stækka þetta svolítið.“ Þættirnir The Bachelor eru oft á tíðum nokkuð skrautlegir og koma upp atvik og atburðarrás sem eru í raun lygileg. „Ég held að þetta sé ekki leikið en ég veit að það er vera að stjórna fólki mikið. Það eru framleiðendur á settinu sem eru bara að fokka í liðinu. Það er kannski framleiðandi í eyranu þínu allan daginn að segja hluti eins og: „það væri geðveikt nett ef þú myndir bara núna labba upp að honum og fara bara í sleik við hann og kýldu svo hinn gæjann.“ Framleiðendurnir ná að fá keppendur til að gera hvað sem er. Ég held að fólkið sem fer í þetta sé bara venjulegt en kannski með smá óöryggi, kvíða eða eitthvað af þessu sem við erum öll með og það er bara verið að juðast í því og þetta endar með því að þessar stelpur eru bara að rífast. Eins og í þessari seríu er þetta að fara rosalega mikið yfir í eineltishegðun. Þá er verið að fara yfir einhverja línu þar sem þetta er ekki lengur eitthvað fyndið drama, heldur eru þau bara kvikyndi og þetta er ljótt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Unnur einnig um baráttu sína við áfallastreituröskun, leiklistina, nýjan skóla sem hún stofnaði seint á síðasta ári, hlaðvarp sem hún heldur úti um The Bachelor þættina, tónlistina, samband sitt við Travis, framhaldið og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Unnur hefur í raun verið föst á Íslandi í nokkra mánuði vegna heimsfaraldurs en hún ætlaði sér rétt svo að koma til landsins til að bíða af sér versta ástandið í Bandaríkjunum. Unnur heldur úti hlaðvarpi um þættina vinsælu The Bachelor en til eru nokkrar útgáfur af þáttunum. Með henni í þáttunum er Lilja Gísladóttir. „Við tökum alltaf strax upp eftir þáttinn á þriðjudögum og tölum um hvað gerðist í þættinum. Hver fór heim og hvaða drama var í gangi,“ segir Unnur. „Svo tökum við alltaf einn aukaþátt í vikunni um eitthvað allt annað umræðuefni. Um daginn vorum við að ræða um skuggahliðar raunveruleikasjónvarps. Við höfum líka tekið fyrir jákvæða líkamsmynd og fengið allskonar gesti til okkar til að tala um allskonar mál og erum byrjaðar að stækka þetta svolítið.“ Þættirnir The Bachelor eru oft á tíðum nokkuð skrautlegir og koma upp atvik og atburðarrás sem eru í raun lygileg. „Ég held að þetta sé ekki leikið en ég veit að það er vera að stjórna fólki mikið. Það eru framleiðendur á settinu sem eru bara að fokka í liðinu. Það er kannski framleiðandi í eyranu þínu allan daginn að segja hluti eins og: „það væri geðveikt nett ef þú myndir bara núna labba upp að honum og fara bara í sleik við hann og kýldu svo hinn gæjann.“ Framleiðendurnir ná að fá keppendur til að gera hvað sem er. Ég held að fólkið sem fer í þetta sé bara venjulegt en kannski með smá óöryggi, kvíða eða eitthvað af þessu sem við erum öll með og það er bara verið að juðast í því og þetta endar með því að þessar stelpur eru bara að rífast. Eins og í þessari seríu er þetta að fara rosalega mikið yfir í eineltishegðun. Þá er verið að fara yfir einhverja línu þar sem þetta er ekki lengur eitthvað fyndið drama, heldur eru þau bara kvikyndi og þetta er ljótt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Unnur einnig um baráttu sína við áfallastreituröskun, leiklistina, nýjan skóla sem hún stofnaði seint á síðasta ári, hlaðvarp sem hún heldur úti um The Bachelor þættina, tónlistina, samband sitt við Travis, framhaldið og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira