Sextán teknir fyrir brot á sóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 19:14 Á einungis nokkrum vikum, eða frá 1. janúar til 5. febrúar, voru sextán einstaklingar sektaðir vegna brota á sóttkví eftir komuna til landsins. Þessir sextán einstaklingar tengjast ellefu málum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Fleiri mál hafa ratað á borð lögreglu frá 5. febrúar en þau hafa ekki enn verið tekin saman í gagnagrunni lögreglu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði þar sem lagðar eru til hertar aðgerðir á landamærunum. Minnisblaðið er nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og ráðherra mun væntanlega kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Minnisblaðið hefur ekki verið birt en Þórólfur hefur sagt að til skoðunar sé að krefja fólk um neikvætt covid-vottorð við komuna til landsins. Einnig að skerpa eftirlit við landamærin. „Það eru ákveðnar breytingar á skráningarformum, það eru ákveðnar breytingar við eftirlit, það er stífara eftirlit með hverjum einasta einstakling sem kemur til landsins þannig að gefinn sé meiri tími til að fara yfir málin og tryggja það að menn séu vel upplýstir og skilji þær reglur sem eru í gildi,“ segir Víðir Reynisson. „Allt kallar þetta á mannskap sem við þurfum að hafa.“ Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að á dögunum hafi erlendur ferðamaður sem átti að vera í sóttkví ferðast austur um Suðurland á puttanum. Honum var gert að greiða sekt vegna brots síns. Víðir segir þessi mál allt of mörg. „Þetta er mjög mikið og líka miðað við það að fjöldi þeirra sem er að koma til landsins er nú ekki gríðarlegur. Það er komið niður í 130 að meðaltali á dag.“ Einn sem braut reglur um sóttkví reyndist smitaður af kórónuveirunni en engin önnur smit hafa þó verið rakin til hans að sögn Víðis. „Það eru nokkur tilvik þar sem fólk hefur þvælst mjög víða og farið um landið. En sem betur fer erum við held ég ekki með nein tilvik þar sem aðilar hafa smitast út frá þessum brotum.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að herða tökin á landamærunum. „Ég minni á það að þessi þriðja bylgja byrjaði þannig að það leið mánuður frá því að viðkomandi greindist á landamærunum og þangað til að við fengum allt í einu þessa bylgju. Þetta getur gerst hratt og það getur tekið ákveðinn tíma að koma í ljós,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Þessir sextán einstaklingar tengjast ellefu málum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Fleiri mál hafa ratað á borð lögreglu frá 5. febrúar en þau hafa ekki enn verið tekin saman í gagnagrunni lögreglu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði þar sem lagðar eru til hertar aðgerðir á landamærunum. Minnisblaðið er nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og ráðherra mun væntanlega kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Minnisblaðið hefur ekki verið birt en Þórólfur hefur sagt að til skoðunar sé að krefja fólk um neikvætt covid-vottorð við komuna til landsins. Einnig að skerpa eftirlit við landamærin. „Það eru ákveðnar breytingar á skráningarformum, það eru ákveðnar breytingar við eftirlit, það er stífara eftirlit með hverjum einasta einstakling sem kemur til landsins þannig að gefinn sé meiri tími til að fara yfir málin og tryggja það að menn séu vel upplýstir og skilji þær reglur sem eru í gildi,“ segir Víðir Reynisson. „Allt kallar þetta á mannskap sem við þurfum að hafa.“ Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að á dögunum hafi erlendur ferðamaður sem átti að vera í sóttkví ferðast austur um Suðurland á puttanum. Honum var gert að greiða sekt vegna brots síns. Víðir segir þessi mál allt of mörg. „Þetta er mjög mikið og líka miðað við það að fjöldi þeirra sem er að koma til landsins er nú ekki gríðarlegur. Það er komið niður í 130 að meðaltali á dag.“ Einn sem braut reglur um sóttkví reyndist smitaður af kórónuveirunni en engin önnur smit hafa þó verið rakin til hans að sögn Víðis. „Það eru nokkur tilvik þar sem fólk hefur þvælst mjög víða og farið um landið. En sem betur fer erum við held ég ekki með nein tilvik þar sem aðilar hafa smitast út frá þessum brotum.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að herða tökin á landamærunum. „Ég minni á það að þessi þriðja bylgja byrjaði þannig að það leið mánuður frá því að viðkomandi greindist á landamærunum og þangað til að við fengum allt í einu þessa bylgju. Þetta getur gerst hratt og það getur tekið ákveðinn tíma að koma í ljós,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira