Fjallið útlokar ekki að berjast við Tyson Fury ef hann rotar Eddie Hall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 08:31 Hafþór Júlíus Björnson varð faðir á dögunum og hér sést hann með strákinn sinn sem heitir Stormur Magni Hafþórsson. Instagram/@thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson hefur það mikla trúa á sér í hringnum á móti Eddie Hall í Las Vegas í haust að hann er þegar farinn að velta fyrir sér næsta bardaga á eftir þessum sem bíður hans í september. Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall ætla að gera út um deilumál sín með því að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar en þessi aflraunamenn ætla þar að láta hnefana tala. Hafþór og Eddie Hall hafa báðir verið að kynda undir bardaga sínum og má búast við meiru af slíku á næstunni. Hafþór var svolítið yfirlýsingaglaður í viðtali við breska blaðið The Metro. Hafþór hefur þegar reynt fyrir sér í æfingabardaga á móti Steven Ward í Dúbaí í síðasta mánuði en var reyndar kominn með kórónuveiruna þegar hann kom aftur heim til Íslands. Eddie Hall hefur ekki enn tekið æfingabardaga en sendi æfingafélaga sinn á sjúkrahús eftir eina æfinguna á síðasta ári. Blaðamaður The Metro skrifar um það að Game of Thrones stjarnan Hafþór Björnsson hafi augun á því að berjast í þungavigtarbardaga við Tyson Fury. 'When I do anything I always look at the top and the top right now is Tyson Fury obviously, but we ll see in two years time who is on top then'Just imagine The Mountain vs Tyson Fury https://t.co/LOOcBOJNyg— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 5, 2021 „Það sem kom mér líklega mest á óvart, kannski ekki á óvart, en það sem ég lærði mest af af í þessum bardaga var að ég þarf að æfa mig meira,“ sagði Hafþór Júlíus. „Það kom mér samt líka á óvart hvað mér finnst gaman í hringnum. Ég vil því ekki neita fleiri bardögum í framtíðinni því ég nýt ferðalagsins svo mikið núna. Ef ég næ að bæta mig mikið, af hverju ekki,“ sagði Hafþór Júlíus um frekari frama í hnefaleikaíþróttinni. Hafþór Júlíus fer inn í þetta verkefni fullur sjálfstrausts og fer þar að tala um sigursæla boxara Tyson Fury. „Hvað sem ég geri þá horfi ég alltaf á toppinn. Þar er Tyson Fury auðvitað. Við verðum bara að sjá til hver sér á toppnum eftir tvö ár,“ sagði Hafþór Júlíus um hugsanlega mótherja eftir Eddie Hall. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Það mun væntanlega verða annar bardagi á móti Eddie Hall svo ég verð hnefaleikamaður væntanlega næstu tvö árin,“ sagði Hafþór. „Eftir að við berjumst aftur þá skulum við sjá hvernig mér líður og hvað ég hef bætt mig mikið. Ég er ekkert að verða yngri. Ég er 32 ára núna og ég þarf að bæta mig hratt ef ég ætla að keppa meira í henfaleikum,“ sagði Hafþór. „Ef að tækifærið gefst þá ætla ég mér að rota Eddie Hall. Segjum svo að ég roti hann tvisvar sinnum og stórt nafn segir: Hver í andskotanum heldur hann að hann sé? Thor þú ert ekki merkilegur og ég ætla að rota þig. Ég skora á þig. Það gæti gerst,“ sagði Hafþór. „Það hefur enginn séð mann í minni stærð áður berjast í hringnum og ímyndaðu þér ef einhver af stóru nöfnunum vill þagga niður í mér. Það gæti boðið upp á stórt tækifæri og ég myndi líklega ekki hafna slíku,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. Aflraunir Box Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall ætla að gera út um deilumál sín með því að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar en þessi aflraunamenn ætla þar að láta hnefana tala. Hafþór og Eddie Hall hafa báðir verið að kynda undir bardaga sínum og má búast við meiru af slíku á næstunni. Hafþór var svolítið yfirlýsingaglaður í viðtali við breska blaðið The Metro. Hafþór hefur þegar reynt fyrir sér í æfingabardaga á móti Steven Ward í Dúbaí í síðasta mánuði en var reyndar kominn með kórónuveiruna þegar hann kom aftur heim til Íslands. Eddie Hall hefur ekki enn tekið æfingabardaga en sendi æfingafélaga sinn á sjúkrahús eftir eina æfinguna á síðasta ári. Blaðamaður The Metro skrifar um það að Game of Thrones stjarnan Hafþór Björnsson hafi augun á því að berjast í þungavigtarbardaga við Tyson Fury. 'When I do anything I always look at the top and the top right now is Tyson Fury obviously, but we ll see in two years time who is on top then'Just imagine The Mountain vs Tyson Fury https://t.co/LOOcBOJNyg— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 5, 2021 „Það sem kom mér líklega mest á óvart, kannski ekki á óvart, en það sem ég lærði mest af af í þessum bardaga var að ég þarf að æfa mig meira,“ sagði Hafþór Júlíus. „Það kom mér samt líka á óvart hvað mér finnst gaman í hringnum. Ég vil því ekki neita fleiri bardögum í framtíðinni því ég nýt ferðalagsins svo mikið núna. Ef ég næ að bæta mig mikið, af hverju ekki,“ sagði Hafþór Júlíus um frekari frama í hnefaleikaíþróttinni. Hafþór Júlíus fer inn í þetta verkefni fullur sjálfstrausts og fer þar að tala um sigursæla boxara Tyson Fury. „Hvað sem ég geri þá horfi ég alltaf á toppinn. Þar er Tyson Fury auðvitað. Við verðum bara að sjá til hver sér á toppnum eftir tvö ár,“ sagði Hafþór Júlíus um hugsanlega mótherja eftir Eddie Hall. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Það mun væntanlega verða annar bardagi á móti Eddie Hall svo ég verð hnefaleikamaður væntanlega næstu tvö árin,“ sagði Hafþór. „Eftir að við berjumst aftur þá skulum við sjá hvernig mér líður og hvað ég hef bætt mig mikið. Ég er ekkert að verða yngri. Ég er 32 ára núna og ég þarf að bæta mig hratt ef ég ætla að keppa meira í henfaleikum,“ sagði Hafþór. „Ef að tækifærið gefst þá ætla ég mér að rota Eddie Hall. Segjum svo að ég roti hann tvisvar sinnum og stórt nafn segir: Hver í andskotanum heldur hann að hann sé? Thor þú ert ekki merkilegur og ég ætla að rota þig. Ég skora á þig. Það gæti gerst,“ sagði Hafþór. „Það hefur enginn séð mann í minni stærð áður berjast í hringnum og ímyndaðu þér ef einhver af stóru nöfnunum vill þagga niður í mér. Það gæti boðið upp á stórt tækifæri og ég myndi líklega ekki hafna slíku,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson.
Aflraunir Box Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sjá meira