Sport

Guðni Valur stigahæstur á Reykjavíkurleikunum - Dramatík á lokasprettinum í 800 metra hlaupi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðni Valur Guðnason
Guðni Valur Guðnason s2 sport

Mikið var um dýrðir á Reykjavíkurleikunum um helgina þar sem margt af fremsta frjálsíþróttafólki landsins kom við sögu.

Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason hlaut flest stig þrátt fyrir að hafa verið að keppa í kúluvarpi en hann náði persónulegu meti þegar hann kastaði kúlunni 18,81 meter.

Hann hlaut 1050 stig.

Hlaupakonan Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir var næststigahæst samkvæmt stigatöflu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins en hún hlaut 1045 stig þegar hún vann 200 metra hlaup á 24,42 sekúndum, 24 sekúndubrotum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur.

Maraþonhlauparinn Arnar Pétursson vakti athygli fyrir framgöngu sína í 800 metra hlaupi sem hann vann á 1:58,40 mínútu eftir dramatískan lokasprett en Kjartan Óli Ágústsson sem var í harðri keppni við Arnar datt skömmu áður en þeir komust að endalínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×