Innlent

Ekkert innanlandssmit í gær

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eldri borgarar sjást hér mæta í bólusetningu gegn Covid-19 fyrr í vikunni.
Eldri borgarar sjást hér mæta í bólusetningu gegn Covid-19 fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Það er annan daginn í röð sem enginn greinist innalands.

Einn greindist á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is.

Nýgengi innanlandssmita er 3,5 og nýgengi landamærasmita er 6,5. 21 er í sóttkví og 33 í einangrun með Covid-19. Þá eru þrettán á sjúkrahúsi. 1062 eru í skimunarsóttkví.

Heldur færri sýni voru tekin í gær en undanfarið eða tæplega 700 sýni innanlands og um 180 sýni við landamærin að því er fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.

Alls hafa nú 6.016 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi. Þá er bólusetningu gegn Covid-19 lokið hjá 4.853 og bólusetning hafin hjá 7.245 til viðbótar.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×