Handbolti

Egyptar mættu á upphafsleikinn þrátt fyrir áhorfendabann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr upphafsleik HM þar sem Egyptaland sigraði Síle, 35-29.
Úr upphafsleik HM þar sem Egyptaland sigraði Síle, 35-29. epa/Mohamed Abd El Ghany

Svo virðist sem Egyptar hafi virt áhorfendabann á HM að vettugi þegar þeirra menn mættu Sílemönnum í upphafsleik mótsins í gær.

Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn ætluðu mótshaldarar að leyfa takmarkaðan fjölda áhorfenda á leikjum á HM. Um helgina bárust svo fréttir af því að fallið hefði verið frá þeirri hugmynd.

Það virðist þó hafa verið meira í orði en á borði því samkvæmt Ekstra bladet í Danmörku voru um þúsund manns á vellinum þegar Egyptar unnu Sílemenn, 35-29, í upphafsleik HM í gær.

Í frétt Ekstra bladet kemur fram að um hundrað manns hafi verið í heiðursstúkunni, þar á meðal forseti Egyptalands, Abdel Fatah al-Sisi. Þar hafi fjarlægðartakmarkanir verið virtar og gestir hafi verið með grímu.

Í almennu stúkunni hafi þessu hins vegar verið öfugt farið, fjarlægðartakmarkanir hafi ekki alls staðar verið virtar og fáir verið með grímu.

Bæði Danir og Norðmenn hafa gagnrýnt aðstæður á HM og sagt að sóttvörnum á mótinu sé ábótavant. Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hafa sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, vegna aðstæðna á HM.

Í gær sagði Sander Sagosen, skærasta stjarna Noregs, að aðstæður og sóttvarnir á HM væru grín og hann óttaðist að smitast af kórónuveirunni á mótinu.

„Við erum með reglur innan hópsins en hérna er bara frjálst flæði og þetta er eins og villta vestrið. Maður er klárlega smeykur um að smitast en við verðum bara að krossa fingur og vona að það gerist ekki,“ sagði Sagosen.

Tékkland og Bandaríkin hafa dregið sig úr leik á HM vegna hópsmita í herbúðum liðanna. Þá mættu Grænhöfðaeyjar með mjög laskað lið til Egyptalands.

Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á HM klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Tíu smituðust en nýliðarnir samt mættir á HM

Nýliðar Grænhöfðaeyja ætla ekki að láta kórónuveirusmit sex leikmanna, sem og smit þjálfara og fleiri starfsmanna liðsins, koma í veg fyrir að það spili á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í handbolta, í Egyptalandi.

Danir segja lof­orð svikin á HM í Egypta­landi

Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni.

Gestgjafarnir byrja á öruggum sigri

Tuttugasta og sjöunda HM í handbolta hófst í dag í Egyptalandi er heimamenn í Egyptalandi rúlluðu yfir Síle, 35-29, er liðin mættust í opnunarleiknum. Liðin leika í G-riðli.

„Þetta verður persónulegra“

„Þessi stemning sem að hefur oft verið í liðinu kemur bara frá hjartanu okkar. Þetta kemur innan frá – að berjast fyrir land og þjóð, og ég hef engar áhyggjur af því. Við erum alltaf tilbúnir þegar við förum í landsliðstreyjuna. Við verðum stemmdir, það vantar ekki.“

„Hann kveikir í öllu“

Innkoma línumannsins Elliða Snæs Viðarssonar vakti athygli á Ásvöllum í hans fyrsta mótsleik fyrir íslenska landsliðið, í stórsigrinum gegn Portúgal í undankeppni EM. Elliði er í 20 manna landsliðshópnum sem mættur er á HM í Egyptalandi þar sem Ísland hefur leik á morgun.

Erlingur ætti að pakka í tösku

Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.