Handbolti

Tíu smituðust en nýliðarnir samt mættir á HM

Sindri Sverrisson skrifar
Grænhöfðaeyjar tryggðu sér sæti á HM í fyrsta sinn með því að lenda í 5. sæti á Afríkumótinu.
Grænhöfðaeyjar tryggðu sér sæti á HM í fyrsta sinn með því að lenda í 5. sæti á Afríkumótinu. ihf.info

Nýliðar Grænhöfðaeyja ætla ekki að láta kórónuveirusmit sex leikmanna, sem og smit þjálfara og fleiri starfsmanna liðsins, koma í veg fyrir að það spili á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í handbolta, í Egyptalandi.

Lið Grænhöfðaeyja ferðaðist í gær til Egyptalands en mikil óvissa hefur ríkt um þátttöku liðsins á HM og eru Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu í startholunum, tilbúnir að koma inn sem varaþjóð á mótið.

Það er hins vegar engan bilbug á Grænhöfðaeyjaskeggjum að finna. Samkvæmt handknattleikssambandinu þar í landi greindust þó sex leikmenn, þjálfarinn, einn aðstoðarþjálfaranna, sjúkraþjálfari og starfsmaður sambandsins smitaðir af kórónuveirunni. Sá hópur fór því ekki til Egyptalands í gær.

Leikmenn Grænhöfðaeyja á flugvellinum.Facebooksíða handknattleikssambands Grænhöfðaeyja

Eftir að smitin greindust hefur allur hópurinn verið í einangrun í Nazaré í Portúgal, þar sem liðið undirbjó sig fyrir HM.

Fyrsti leikur Grænhöfðaeyja á HM frá upphafi er á morgun gegn Ungverjalandi. Því næst mætir liðið lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu og loks Úrúgvæ í lokaleik riðilsins.


Tengdar fréttir

Erlingur ætti að pakka í tösku

Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins.

Hópsmit hjá andstæðingum Alfreðs á HM

Sjö leikmenn karlalandsliðs Grænhöfðaeyja í handbolta eru með kórónuveiruna. Liðið er á leið á HM í Egyptalandi þar sem það er í riðli með strákunum hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.