Segir Gumma ekki skipta sér af hárgreiðslunni þegar menn nýti færin sín svona Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 16:07 Bjarki Már Elísson var frábær gegn Portúgal á sunnudaginn. vísir/Hulda Margrét Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að Bjarki Már Elísson fái nú eflaust bara að hafa hárið sitt eins og hann kjósi þó að á árum áður hafi Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari stöku sinnum gert athugasemdir ef leikmenn voru uppteknir af útliti sínu. Bjarki var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. Hann er tekinn við sem aðalhornamaður Íslands í vinstra horninu, eftir tvo áratugi Guðjóns Vals Sigurðssonar í þeirri stöðu. Bjarki varð markakóngur í efstu deild Þýskalands á síðustu leiktíð og sýndi einnig með 9 mörkum úr 10 skotum hvers hann er megnugur, í sigrinum gegn Portúgal á sunnudag. „Hann var bara geggjaður og þetta var nákvæmlega eins leikur og hann er búinn að vera að sýna í bundesligunni. Það er nákvæmlega þetta sem að við viljum sjá frá honum,“ sagði Ásgeir Örn, fyrrverandi landsliðsmaður, en þeir Theódór Ingi Pálmason voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í þættinum. Bjarki hafði átt frekar dapran leik í útileiknum gegn Portúgal í síðustu viku: „Sextíu prósent nýtingin hjá honum [í Portúgal] var eiginlega bara léleg, því þetta voru góð færi sem hann var að taka, en hann klikkaði bara á dauðafærum. Eina leiðin til að svara slíku er með frammistöðu eins og á sunnudaginn. Vonandi heldur hann því áfram,“ sagði Ásgeir en Bjarki verður í eldlínunni á morgun þegar Ísland mætir Portúgal í þriðja sinn, í fyrsta leik sínum á HM í Egyptalandi. Fær grænt ljós á „Mikkel-bandið“ Henry minntist léttur í bragði á sítt hár Bjarka og ennisbandið sem hann notar og minnir á Mikkel Hansen: „Hann er að taka Mikkel-bandið á þetta. Þetta er dálítið skemmtilegt,“ sagði Ásgeir. „Ef þú ert með svona þykkt og gott hár þá er um að gera að láta þetta vaxa dálítið duglega. Þó að hann sé kominn á fertugsaldurinn þá ætla ég að gefa grænt ljós á þetta. Mikkel er nú þremur árum eldri,“ sagði Theódór. Guðmundur líklega hættur að skipta sér af Ásgeir lék lengi undir stjórn Guðmundar landsliðsþjálfara. Félagar hans í landsliðinu til margra ára, Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson, stofnuðu reyndar einmitt fyrirtækið Silver sem framleiddi hárgel. Henry spurði Ásgeir hvort að þjálfarinn skipti sér eitthvað af því hvernig hárgreiðslu menn væru með: „Hann hefur einhvern tímann gert það, í gamla daga. Ég held að hann sé ekki að því í dag. Og ef að menn eru með 9 mörk úr 10 skotum þá lætur hann þetta bara „slæda“,“ sagði Ásgeir léttur í bragði og bætti við: „Ég var voða lítið í þessu. Það voru sumir sem voru svolítið uppteknir af þessu og fengu pillur öðru hverju.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Umræðan um Bjarka Má hefst eftir 9 mínútur og 30 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Bjarki var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. Hann er tekinn við sem aðalhornamaður Íslands í vinstra horninu, eftir tvo áratugi Guðjóns Vals Sigurðssonar í þeirri stöðu. Bjarki varð markakóngur í efstu deild Þýskalands á síðustu leiktíð og sýndi einnig með 9 mörkum úr 10 skotum hvers hann er megnugur, í sigrinum gegn Portúgal á sunnudag. „Hann var bara geggjaður og þetta var nákvæmlega eins leikur og hann er búinn að vera að sýna í bundesligunni. Það er nákvæmlega þetta sem að við viljum sjá frá honum,“ sagði Ásgeir Örn, fyrrverandi landsliðsmaður, en þeir Theódór Ingi Pálmason voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í þættinum. Bjarki hafði átt frekar dapran leik í útileiknum gegn Portúgal í síðustu viku: „Sextíu prósent nýtingin hjá honum [í Portúgal] var eiginlega bara léleg, því þetta voru góð færi sem hann var að taka, en hann klikkaði bara á dauðafærum. Eina leiðin til að svara slíku er með frammistöðu eins og á sunnudaginn. Vonandi heldur hann því áfram,“ sagði Ásgeir en Bjarki verður í eldlínunni á morgun þegar Ísland mætir Portúgal í þriðja sinn, í fyrsta leik sínum á HM í Egyptalandi. Fær grænt ljós á „Mikkel-bandið“ Henry minntist léttur í bragði á sítt hár Bjarka og ennisbandið sem hann notar og minnir á Mikkel Hansen: „Hann er að taka Mikkel-bandið á þetta. Þetta er dálítið skemmtilegt,“ sagði Ásgeir. „Ef þú ert með svona þykkt og gott hár þá er um að gera að láta þetta vaxa dálítið duglega. Þó að hann sé kominn á fertugsaldurinn þá ætla ég að gefa grænt ljós á þetta. Mikkel er nú þremur árum eldri,“ sagði Theódór. Guðmundur líklega hættur að skipta sér af Ásgeir lék lengi undir stjórn Guðmundar landsliðsþjálfara. Félagar hans í landsliðinu til margra ára, Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson, stofnuðu reyndar einmitt fyrirtækið Silver sem framleiddi hárgel. Henry spurði Ásgeir hvort að þjálfarinn skipti sér eitthvað af því hvernig hárgreiðslu menn væru með: „Hann hefur einhvern tímann gert það, í gamla daga. Ég held að hann sé ekki að því í dag. Og ef að menn eru með 9 mörk úr 10 skotum þá lætur hann þetta bara „slæda“,“ sagði Ásgeir léttur í bragði og bætti við: „Ég var voða lítið í þessu. Það voru sumir sem voru svolítið uppteknir af þessu og fengu pillur öðru hverju.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Umræðan um Bjarka Má hefst eftir 9 mínútur og 30 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira