Handbolti

Gestgjafarnir byrja á öruggum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik liðanna í Kairó í kvöld.
Úr leik liðanna í Kairó í kvöld. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany

Tuttugasta og sjöunda HM í handbolta hófst í dag í Egyptalandi er heimamenn í Egyptalandi rúlluðu yfir Síle, 35-29, er liðin mættust í opnunarleiknum. Liðin leika í G-riðli.

Heimamenn voru ekki í miklum vandræðum með Síle í dag. Þeir náðu fljótlega 5-3 forystu og hægt og rólega náðu þeir að byggja upp þægilegt forskot. Mest náðu þeir átta marka forystu en staðan í hálfleik var 18-11.

Síle átti ágætis kafla í síðari hálfleik og minnkaði muninn meðal annars í fimm mörk er tíu mínútur voru eftir. Þeir komust þó ekki nær og Egyptar eru því komnir með tvö stig á heimavelli í Kaíró.

Yehia Elderaa skoraði sex mörk og Akram Yousri skoraði fimm. Yahia Omar bætti við fjórum mörkum. Esteban Salinas var í sérflokki hjá Síle. Hann skoraði átta mörk úr níu skotum.

Egyptar eru því komnir með tvö stig en Síle ekkert. Í riðlinum eru einnig Svíþjóð og Norður Makedónía sem kom inn á síðustu sekúndunum eftir að Tékkar þurftu að hætta við þátttöku vegna kórónuveirusmita.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.