Handbolti

Alexander kemur inn en Björgvin og Kári utan hóps í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander Petersson kemur inn í íslenska hópinn.
Alexander Petersson kemur inn í íslenska hópinn. EPA/ANDREAS HILLERGREN

Guðmundur Guðmundsson hefur tilkynnt hvaða sextán leikmenn verða á leikskýrslu gegn Portúgal í fyrsta leik Íslands á HM í Egyptalandi.

Guðmundur gerir tvær breytingar á íslenska hópnum frá leiknum gegn Portúgal á sunnudaginn. Alexander Petersson kemur inn fyrir Kristján Örn Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson tekur sæti Björgvins Páls Gústavssonar.

Alexander meiddist í fyrsta leiknum gegn Portúgal fyrir rúmri viku en snýr nú aftur í íslenska hópinn.

Auk Kristjáns Arnar og Björgvins verða Kári Kristján Kristjánsson og Magnús Óli Magnússon utan hóps í kvöld.

Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Íslenski hópurinn

Markverðir:

 • Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding 33/1
 • Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 19/1

Aðrir leikmenn:

 • Bjarki Már Elísson, Lemgo 73/180
 • Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten 20/31
 • Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad 125/232
 • Elvar Örn Jónsson, Skjern 37/103
 • Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg 26/33
 • Janus Daði Smárason, Göppingen 48/69
 • Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen 182/719
 • Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg 49/133
 • Viggó Kristjánsson, Stuttgart 13/26
 • Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC 116/338
 • Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce 30/55
 • Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen 54/69
 • Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 7/7
 • Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen 44/20

Tengdar fréttir

„Þetta verður persónulegra“

„Þessi stemning sem að hefur oft verið í liðinu kemur bara frá hjartanu okkar. Þetta kemur innan frá – að berjast fyrir land og þjóð, og ég hef engar áhyggjur af því. Við erum alltaf tilbúnir þegar við förum í landsliðstreyjuna. Við verðum stemmdir, það vantar ekki.“

„Hann kveikir í öllu“

Innkoma línumannsins Elliða Snæs Viðarssonar vakti athygli á Ásvöllum í hans fyrsta mótsleik fyrir íslenska landsliðið, í stórsigrinum gegn Portúgal í undankeppni EM. Elliði er í 20 manna landsliðshópnum sem mættur er á HM í Egyptalandi þar sem Ísland hefur leik á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.