Grænlendingar telja sig svikna: „Nú er þetta meira en hlægilegt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 11:30 Minik Dahl Höegh hefur spilað lengi í dönsku úrvalsdeildinni en fær ekki að spila á HM í Egyptalandi. Getty/Jan Christensen Grænlendingar furða sig á því að þeim skuli enn vera haldið utan HM í handbolta í Egyptalandi, þrátt fyrir að Bandaríkin hafi þurft að hætta við þátttöku. Þar sem að ekki tókst að halda keppni til að ákveða hvaða lið færi fyrir hönd Norður-Ameríku á HM leitaði handknattleikssamband álfunnar til alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, og bað það um að tilnefna þátttökuþjóð. IHF valdi Bandaríkin í samræmi við reglugerð sína, á þeim forsendum meðal annars að Bandaríkin væru stórt og mikilvægt markaðssvæði og að Ólympíuleikarnir 2028 færu fram í Los Angeles. Þá hefðu Bandaríkin endað efst þeirra liða sem til greina komu á Ameríkuleikunum 2019. Grænlendingar höfðu ekki beint gaman af þessari ákvörðun, eftir að hafa endað fyrir ofan Bandaríkjamenn á Ameríkumótinu í handbolta á hverju einasta móti síðustu 20 ár. Þeim var enn síður skemmt eftir að IHF bauð Sviss á HM þegar Bandaríkin urðu að hætta við mótið vegna kórónuveirusmita. Eins langt frá anda íþróttanna og hugsast getur „Þetta var hlægilegt mál áður en núna er þetta meira en hlægilegt,“ sagði Minik Dahl Höegh, fyrirliði grænlenska landsliðsins, við DR. Ákvörðun IHF um að bjóða Sviss byggir þó á ákvörðun um varaþjóðir sem tekin var fyrir mótið. Varaþjóðirnar eru þjóðir þeirrar álfu sem ríkjandi heimsmeistarar, Danir, tilheyra, og voru næst því að komast inn á HM. Norður-Makedónía var þar efst á blaði, svo Sviss, og Holland undir stjórn Erlings Richardssonar er næst inn verði frekari forföll. „Þetta er eins langt frá því að vera í anda íþróttanna eins og hugsast getur. Það kemur mér á óvart að enginn hjá IHF skuli hafa kjark til að hringja í okkur og gefa okkur útskýringar,“ sagði Höegh. HM 2021 í handbolta Grænland Tengdar fréttir Erlingur ætti að pakka í tösku Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins. 13. janúar 2021 10:00 Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30 Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Sjá meira
Þar sem að ekki tókst að halda keppni til að ákveða hvaða lið færi fyrir hönd Norður-Ameríku á HM leitaði handknattleikssamband álfunnar til alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, og bað það um að tilnefna þátttökuþjóð. IHF valdi Bandaríkin í samræmi við reglugerð sína, á þeim forsendum meðal annars að Bandaríkin væru stórt og mikilvægt markaðssvæði og að Ólympíuleikarnir 2028 færu fram í Los Angeles. Þá hefðu Bandaríkin endað efst þeirra liða sem til greina komu á Ameríkuleikunum 2019. Grænlendingar höfðu ekki beint gaman af þessari ákvörðun, eftir að hafa endað fyrir ofan Bandaríkjamenn á Ameríkumótinu í handbolta á hverju einasta móti síðustu 20 ár. Þeim var enn síður skemmt eftir að IHF bauð Sviss á HM þegar Bandaríkin urðu að hætta við mótið vegna kórónuveirusmita. Eins langt frá anda íþróttanna og hugsast getur „Þetta var hlægilegt mál áður en núna er þetta meira en hlægilegt,“ sagði Minik Dahl Höegh, fyrirliði grænlenska landsliðsins, við DR. Ákvörðun IHF um að bjóða Sviss byggir þó á ákvörðun um varaþjóðir sem tekin var fyrir mótið. Varaþjóðirnar eru þjóðir þeirrar álfu sem ríkjandi heimsmeistarar, Danir, tilheyra, og voru næst því að komast inn á HM. Norður-Makedónía var þar efst á blaði, svo Sviss, og Holland undir stjórn Erlings Richardssonar er næst inn verði frekari forföll. „Þetta er eins langt frá því að vera í anda íþróttanna eins og hugsast getur. Það kemur mér á óvart að enginn hjá IHF skuli hafa kjark til að hringja í okkur og gefa okkur útskýringar,“ sagði Höegh.
HM 2021 í handbolta Grænland Tengdar fréttir Erlingur ætti að pakka í tösku Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins. 13. janúar 2021 10:00 Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30 Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Sjá meira
Erlingur ætti að pakka í tösku Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins. 13. janúar 2021 10:00
Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30
Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18