Sport

Dagskráin í dag: Ítalski boltinn, enski bikarinn og Seinni bylgjan

Ísak Hallmundarson skrifar
West Ham mætir Stockport í FA-bikarnum í kvöld.
West Ham mætir Stockport í FA-bikarnum í kvöld. getty/Rob Newell

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Kl. 19:45 hefst leikur Spezia og Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni sem verður í beinni útsendingu á Stöð Sport 4.

Stockport tekur síðan á móti West Ham í FA-bikarnum á Englandi kl. 20 á Stöð 2 Sport 2.

Á slaginu 20:00 hefst síðan Seinni bylgjan, markaþáttur Olís deildar karla. Þar fær Henry Birgir Gunnarsson til sín góða gesti sem ræða allt sem tengist Olís deildinni í handbolta. Þátturinn er á dagskrá á Stöð 2 Sport.

Á sama tíma er GameTíví sýnt á Stöð 2 eSport. Óli Jóels, Kristján Einar og Dói spila nýjustu leikina á sinn einstaka máta. Ómissandi hluti af íslenskri tölvuleikjamenningu.

Allar beinar útsendingar má nálgast hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×