Erlent

Banda­ríkin af­létta sam­skipta­banni við Taí­van

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hefur aflétt samskiptabanni Bandaríkjanna við Taívan.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hefur aflétt samskiptabanni Bandaríkjanna við Taívan. AP/Mike Segar

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að áratugalöngu samskiptabanni við Taívan verði aflétt. Bannið var kynnt í Bandaríkjunum fyrir mörgum áratugum síðan, til þess að friðþægja yfirvöld á meginlandi Kína.

Líklegt er að breytingarnar muni reita yfirvöld í Kína til reiði, en Kína hefur lengi haldið því fram að þau hafi stjórnrétt á Taívan. Eftir að kínverski kommúnistaflokkurinn náði völdum á meginlandinu árið 1949 fluttist stjórn þjóðernissinna til Taívan. Stjórnin gerir tilkall til alls Kína, sem kínversk stjórnvöld gera sömuleiðis til eyjunnar.

Nú eru aðeins tíu dagar þar til ríkisstjórn Trumps lýkur störfum, en Joe Biden mun taka við embætti forseta þann 20. janúar næstkomandi. Þessi breyting fer þvert á stefnu Bidens, sem hefur lýst því yfir að hann muni halda samskiptum við Taívan óbreyttum.

Sérfræðingar telja líklegt að Antony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, muni snúa ákvörðuninni við.

Kínversk yfirvöld hafa hvatt Bandaríkin til þess að virða, það sem Kína kallar, „eitt Kína.“ Það er að Taívan sé ekki sjálfstætt ríki heldur hérað í Kína.


Tengdar fréttir

Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan

Í október höfðu hernaðaryfirvöld Taívan sent orrustuþotur til móts við kínverskar orrustuþotur og sprengjuflugvélar alls 2.972 sinnum á árinu. Frá október 2019 til október í ár hefur flugherinn þurft að sinna alls 4.132 verkefnum, séu þjálfunarflug talin með. Þetta er 129 prósenta aukning miðað við sama tímabil 2018-2019.

Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum

John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan

Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.